<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Fjarskipti netsins

laugardagur, desember 25, 2004
Jæja, þá eftir allt saman, er maður dreginn með afli hingað inn í bloggfjarskipti netsins. jólagjafirnar voru þónokkrar og verða að öllum líkingum mjög notadrjúgar. Sem betur fer!

Jólafríið hefur verið ágæt slökun. Allavega fyrripartur fyrripartsins. Síðast liðinn Mánudag varð ég að veikum manni. Og lá ég í rúminu sem latastur um 8 klukkustundir, staðinn fyrir að fá þúsundir inn á bankareikning í Sviss. Seinnipartur fyrripartsins var frábær!
Í gær, á Þorláksmessu fór ég með krjúfinu á kaffihús. Stjána og Lára, Gegill (Gunnar Egill), Bragi og Svenni komu. Það var löngum trallað!

Gleðileg jól ..


Flugtak Bloggsíðunnar !

föstudagur, desember 24, 2004
Kæri Snorri...
Gleðileg Jól!

Hér með hefur þér hlotnast sá heiður að vera kominn með "alvöru blogg", ekki eitthvað drasl. Útlitinu er hægt að breyta að vild, maður þarf bara að fikta.

Kveðja,
Þorleifur