<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Áfram Luton Town

sunnudagur, apríl 24, 2005
Ég ætla að óska Luton Town til hamingju að vera kominn í fyrstu deild.



Mynd


Áfram Luton Town

Ég ætla að óska Luton Town til hamingju að vera kominn í fyrstu deild.

http://www.lutonfc.com/images/clubinfo-badge.JPG


Brúnt Gras !?

jæja! afsakið lesendur góðir hversu latur ég hef verið að blogga á þetta blessaða blogg. margt hefur drifið á daga mína þennan tíma sem ekkert blogg hefur litið dagsins ljós á þessari síðu. Fór m.a. í margskemmtilega njáluferð, flaug til eyja, flúði og að lokum tók ég snæfellsneshringin svokallaða. fór sem leið liggur frá reykjavík til stykkishólm og rif og svo aftur til baka, beint til rvk. Þegar að nesinu var komið var kominn skýjadrulla og ekki það gaman að fljúga í þannig veðri. flugið tókst vel, þó ég segi sjálfur frá, og var ég einn! nú er bara prófið eftir. en fyrst þarf ég að taka sem kallað er "progress check"! það er þannig að kennari, oftast yfirflugkennari, fari með manni og neminn þarf að sýna getu sína, hvort viðkomandi sé tilbúinn að fara í prófið. vonandi er ég ready! en spyrjum að leikslokum. kominn í vinnu til að borga upp alla skemmtunina. flugið!

fór núna áðan í bíó, með félögunum. stjána, gunnari agli (gegill), braga, matei og magga. fórum við í háskólabíó á lúðagrínmyndina "Napoleon Dynamite". myndin var alveg góð! það voru ekki margir í bíó, allavega ekki á þessari mynd, líklega af því hún er ekki talinn með þeim betri myndum sem eru í sýningu núna. ætluðum fyrst á myndina "Hotel Rwanda". en þegar á hólminn var kominn var myndinn yfirfull ef svo má segja! hitti ég begga, villa krizza og verðandi verslunarstjóri Hagkaups kidda.

Er núna að hlusta á hljómsveitina Doves. Og er hún mjög góð. einnig er ég að hlusta á Hot Hot Heat. báðar mjög góðar.
En von bráðar kemur ný plata frá Coldplay, og hlakkar mér til.
Á maður að eyða um 5000 kalli til að sjá Franz Ferdinand.

Veriði bless,

Snobbi