<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Hvar er metnaðurinn ? (hmmm!)

laugardagur, janúar 29, 2005
Vaknaði í morgun með mikinn höfuðverk. Og dagurinn ætlaði ekki að byrja vel - hafði enga matarlyst. En svona er þetta. Einhver þreyta á bakvið þetta. En sem betur fer var þetta föstudagur. Dagur skemmtunarinnar! Þegar þetta er allt skrifað er ég að hlusta á diskinn Summer make good með íslenska bandinu Múm. Sem er alveg mergjað band!
Beneventum kom út í dag. Nemendafélagsblað MH. Þar kom fram að MH-ingar völdu diskinn með Pink Floyd, Dark site of the moon í besta disk allra tíma. Svo eru þarna á topp 20 listanum bönd eins og Franz Ferdinand, Radiohead, The Strokes og Coldplay. Svo dæmi séu nefnt!

Fór með Gunnari Baldvini, Stjána og Alla á leikritið Ég er ekki hommi!. Leikritið var alveg gott, sem slíkt! Fór svo og kíkti á tónleikanna í MH. Eními voru góðir! En hefði viljað sjá Ampop og kannski eitthvað Dáðadrengi. Ensími voru unplugged og var það alveg töff. Búdrýgindi stóðu fyrir sínu.
Áfram Búdrýgindi!

Góða helgi!