<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Skrif á sunnudegi !

sunnudagur, janúar 09, 2005
Sæl veriði!

Erfitt var að vakna í morgun eftir alla helgina! Fór með Kristjáni á kaffihús vorum þar til klukkan 12 á miðnætti. Vorum að spá að kíkja á Ingólfstorg og kíkja á lífið þar sjá kannski einhver hommaslagsmál, sem að ég hef heyrt sé mjög fyndið að horfa á!! Eftir þetta lapp þá tókum við "Laugavegsrúnta" og sóttum svo Láru. Þegar ég kom heim ætlaði ég að horfa á DVD-disk með Woodstock sem er nokkuð töff. Fyrstu útitónleikar.

Nú fer að styttast í það að maður fari að klára þetta déskotans flugnám sitt! Og fari að vinna sem slíkt.

En það sem ég hef verið að hugleiða síðustu daga er það hversu asnalegt var að heyra auglýsingu frá hamborgaraBúllunni þess efnis að það væru einhver hamborgaratilboð í gangi í jólaundirbúningnum. Og ég spyr, hver getur hugsað sér að borða hamborgara rétt fyrir jólasteikina. Ekki get ég farið að borða það! - ÓNEI !!

En ég sé ykkur ætla að kíkja á eina DVD-mynd!

Lífið heil