Sundurskorinn að aftann
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Margt hefur skeð þessa sjö daga. Fékk vinnu hjá dómínós í dag. - Sendill, það er ekkert hágæðajobb! En samt sem áður, peningar vaxa ekkert á trjánum á þessum bæ og maður verður að vinna fyrir þessum bréfaseðlum! Ekki satt?...
Helgin var bara í besta falli góð slökunn eftir vikuna. Og horfði á Manchester United "rústa" Liverpool! Þetta var algjör snilld að horfa á þennan leik. Kannski var draumurinn sá að vera með Gunnari Agli og böggann svoldið. En hann er eitthvað "hræddur" að koma í skólann þessa dagana, líklega út af laugardeginum þegar lifralaugin steinlá, kylliflöt, fyrir Man Utd. Hver veit?...
Kominn með plan hvernig ég eigi að klára þessa flugtíma til að klára þetta blessaða flugnám mitt! Einn áfanginn og líklega sá fyrsti er að fá jobb. Leiðinlegt að sjá til þess hversu gott veður hefur verið síðustu daga, og geta ekkert farið að fljúga!
Stjáni og ég höfum (líklega) ákveðið að joina þessu myndasamfélagi og setja okkar flipp myndir á alheimsnetið. Mun það koma von bráðar!
Ég hef sett hérna á síðuna þrjár myndir af albúmum. Sú fyrsta er af schnilldardiskinum; Dark site of the Moon með þeirri snilldar hljómsveit Pink Floyd. Eins og líklega allir vita af diskinum OK Computer með Radiohead. Meira kemur seinna! En þetta eru þeir diskar sem njóta hlustunnar minna eyrna.
En eitt sem ég hef hugsað síðustu 5-6 daga og vil koma til skila hér á netinu er að eftir að hafa horft á þennan þátt sem var einhvern tímann um helgina um Ísland og Íslendinga.
Það er þannig að strætóbílstjórar setja alltaf upp höndina í loftið, til að heilsa bílstjóra á einhverri annarri leið sem kemur akandi á móti þessum sem veifar. Þegar ég hef velt þessu aðeins fyrir mig, þá finnst mér þetta fáranlegt, og í raun stælar. Þeir einu sinni þekkja ekki gaurinn. Hafa aldrei talað við hann. Allavega trúi ég því ekki!
Snorri!