<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Að Vikulok !

laugardagur, janúar 08, 2005
Sæl og blessuð öll. Þá er þessi fyrsta skólavika þess árs að lokum kominn! Hún hefur verið frekar tjilluð þannig séð. Ég fékk alla áfanganna sem ég valdi mér í töfluna og er taflan ekki til að kvarta um! Byrja í skólanum klukkan 10 á mánudögum (sem er snilld) og föstudögum. Mér líst vel á önnina, fínir tímar og ágætir kennarar og svo "of course" skemmtilegt að hitta félaganna sem maður gat ekki hitt vegna vinnu eða veikinda!

Fór í fótbolta á miðvikudag og fimmtudag með félögunum. Á miðvikudaginn skaut ég 3x í stöng og einu sinni í slánna, þvílíkur dagur, sem slíkur!! Fimmtudagurinn var mun betri en gærdagurinn!

En bless að sinni!