<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Cleared to land !

fimmtudagur, maí 05, 2005
Jæja gott fólk. Þá er sagan afstaðinn. Mér fannst ég hafa bara gengið bærilega. Það er alveg ótúlegt hversu mikið þarf að skrifa í svona prófi[úfff!]. Það er eins og það sé verið að taka höndina af manni. Þó með þeim fyrirvara að ég hef aldrei fengið þannig tilfinningu. Í gær var auðvitað það besta veður og einnig í dag. Maður var lesandi fyrir íslensku prófið sem verður á fimmtudaginn næst komandi. Það er alveg ótrúleg tilviljun að þegar við sem erum í skóla að fylla okkar huga af upplýsingum og einmitt þá skuli vera með besta veður sem verður líklega í sumar! Er þetta tilviljun? Maður verður bara að hugsa fram á veginn, vona það besta!

Eftir að heim var komið úr söguprófinu kveikti ég á útvarpinu og voru fréttir að byrja. Hádegisfréttir! Var ein aðalfrétt þess fréttatíma að einhver fjölskylda var ein af farþegunum í ferjunni Norrænu á leið til Hjaltlandseyja. Mig minnir að fjölskyldan hafi verið norsk og ætlaði að fara úr á Hjaltlandi. En vitið menn. Fjölskyldan ákvað að fara að leggja sig hálftíma fyrir áætlaðan komutíma og svaf yfir sig. Vaknaði þegar Norræna [skipið] var að sigla frá Hjaltlandi! Hver er svona heimskur?
Þetta er sambærilegt þegar einhver stupid gaur ákveður að leggja sig á einhverjum flugvelli rétt fyrir áætlað brottfaratíma flugvélar. Hver gerir svona lagað?
Og svo ekki á það bætandi að fjölskyldan byður um að verið flutt til sinn viðkomustað Hjaltlandseyja. Sem aðsjálfsögðu fyrirtækið neitar! En eftir mikið kvartanir fékk fjölskyldan að vera í skipinu og fékk mat heim aftur til Hjaltlandseyja ókeypis.
En jamm, ekki vildi ég vera norskur!

Bless í bili!


Sturlaugur

þriðjudagur, maí 03, 2005
Já það er alltaf jafnt erfitt að reyna að finna titilinn á hverju bloggi. En svo þegar ég var að fara upp í MH keyrði ég framhjá einhverum pípulagningamanni er hét Sturlaugur Jónsson. Ekki mundi ég vilja heita Sturlaugur því nafni. Eða nöfnum á borð við Vígkon, Sigurlás, Mar, Sólver eða einhverjum fáranlegum sem mannanafnanefnd hefur samþykkt í sinni alkóhólsrugli! En svona er þetta. Heppinn ég að heita því nafni eftir stórmenni og höfundi Íslendinga Snorra Sturluson.

Í dag fór maður í stærðfræði próf. Það var mitt annað próf af sex. Fór í þýskupróf á mánudaginn og gekk ánægjulega vel. Þar að segja ef maður er með kennara er ekki sá besti og þegar það er sagt að það er ekki gott að vera með lélegan kennara, hvað þá í þýsku !!... Mynd af þessum stórbrottna manni er að finna hér, ef þú lesandi góður hafir einhvern áhuga:
Bernd Hammerschmitt


Fyrsta sinn sem mér fannst eitthvað skemmtilegt í prófum, sktítið það! En svona er þetta. Næsta próf er saga, og ef ég næ þeim ágæta áfanga, sem allar líkur eru á, þá er ég orðinn stúdent í sögu. Próf sem eftir verða eru; efnafræði,eðlisfræði og íslenska. En þau eru í næstu viku.

Ég slysaðist til að horfa á alveg ömurlegan þátt er heitir "Út og suður". Þar var talað um einn gaur sem "óvart" skaut sig í fótinn!
Hver gerir þetta óvart. Það var mjög fyndið að fylgjast með samræðum hans við þennan náunga. En meira segi ég ekki í bili.
Bið að heilsa!!