<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Cleared to land !

fimmtudagur, maí 05, 2005
Jæja gott fólk. Þá er sagan afstaðinn. Mér fannst ég hafa bara gengið bærilega. Það er alveg ótúlegt hversu mikið þarf að skrifa í svona prófi[úfff!]. Það er eins og það sé verið að taka höndina af manni. Þó með þeim fyrirvara að ég hef aldrei fengið þannig tilfinningu. Í gær var auðvitað það besta veður og einnig í dag. Maður var lesandi fyrir íslensku prófið sem verður á fimmtudaginn næst komandi. Það er alveg ótrúleg tilviljun að þegar við sem erum í skóla að fylla okkar huga af upplýsingum og einmitt þá skuli vera með besta veður sem verður líklega í sumar! Er þetta tilviljun? Maður verður bara að hugsa fram á veginn, vona það besta!

Eftir að heim var komið úr söguprófinu kveikti ég á útvarpinu og voru fréttir að byrja. Hádegisfréttir! Var ein aðalfrétt þess fréttatíma að einhver fjölskylda var ein af farþegunum í ferjunni Norrænu á leið til Hjaltlandseyja. Mig minnir að fjölskyldan hafi verið norsk og ætlaði að fara úr á Hjaltlandi. En vitið menn. Fjölskyldan ákvað að fara að leggja sig hálftíma fyrir áætlaðan komutíma og svaf yfir sig. Vaknaði þegar Norræna [skipið] var að sigla frá Hjaltlandi! Hver er svona heimskur?
Þetta er sambærilegt þegar einhver stupid gaur ákveður að leggja sig á einhverjum flugvelli rétt fyrir áætlað brottfaratíma flugvélar. Hver gerir svona lagað?
Og svo ekki á það bætandi að fjölskyldan byður um að verið flutt til sinn viðkomustað Hjaltlandseyja. Sem aðsjálfsögðu fyrirtækið neitar! En eftir mikið kvartanir fékk fjölskyldan að vera í skipinu og fékk mat heim aftur til Hjaltlandseyja ókeypis.
En jamm, ekki vildi ég vera norskur!

Bless í bili!