<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

22°N 158°W

þriðjudagur, júní 28, 2005
Hawaii.

Jæja, þá er það Hawai! Ég vil þakka Helga Frey, góð vini mínum fyrir allt. Hann er snillingur! ...

Klukkan 16:40 UTC leggur eigandi þessa stórbrotnu bloggsíðu sem nennir ekki að skrifa neitt ekki einu sinni punkt, kommu eða strik, þó það sé lítið talið upp, í nokkra daga af stað til San Francisco. Um 8-9 tíma flug! Mitt plan er að blogga hér stutt og laggott hvað gert hafði hvern dag. Svona einskonar steikt dagbók!

Vinnan gengur vel. Búinn að vera gera það leiðinlegasta í heimi. Setja einhverja miða á raksápukrem um að hylkið sé þrýstihylki og viðkomandi ætti að fara varlega við 50°C. Hvaða hálfvita maður heldur að 50°C sé hér út á skerjum hér í Norður Atlantshafi? En þetta er nú varúðartilkynning! Betra að fara öllu með gát, ekki satt?
Líklega eitthvað frá einum af stofnunum ríkisins sem gefur þetta út.

kveðja Snorri