Kominn á svarta klakann
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Ferðalagið byrjaði kl. 22 á íslenskum tíma, 11. júlí. - En vel á minnst maður tók seðlaveskið upp á borðið og keypti sér eitt stykki Ukulele! Fyrir þá sem ekki vita þá er það lítill gítar, jafnstór og fiðla og hefur um 4 strengi. Hawaiian design
Í dag fór ég og Matei til vinnustaðar Jón Símons. Og prufuðum Go-Kart bíl. Það var mjög gaman og ég mæli eindregið að allir prófi þetta. Mjög gaman!
Ég er búinn að pæla svoldið í því hversu skrítið er að alltaf eftir flugferðir þá kemur/birtist þreytan, sem sagt eftir að maður lappar út úr flugvélinni þá fattar maður hversu þreyttur maður er alsstaðar. Hellu yfir eyrun, þreyttur í löppunum, með hausverk og svangur! Frekar óþægilegt. En svona er þetta! Maður er þó að ánægður yfir þeirri tilhugsun að þessi nótt sefur maður í sínu eigin rúmi. Ekki í einhverju rúmi á lélegu hóteli með einn gorm stingandi inni í rassin!
Snorri