1. September 2005
fimmtudagur, september 01, 2005
Þá er kominn 1. september og árið 2005. Ótrúlegt hversu hratt klukkan snýst. Mér finnst hún snúast hraðar eftir því sem maður verður eldri!
En í dag var fínn dagur í skólanum. Var nú samt alveg að drepast í hausnum í morgun, en líklega út af þreytu. Fór núna áðan í eina góða klippingu hjá Dóra á Hótel Sögu. Búinn að klippa mig allt frá því að það var byrjað. Fínn gaur og góður klippari. En fer núna á eftir líklega á kaffihús og kíki á Matei með strákunum, þeim; Kristjáni og Jón Símoni (bangsímon!). En föstudagur er á morgun. Þessi vika fór hratt af stað og endar hraðar en hún byrjaði!
Ég mæli með að þið kaupið plötuna Takk með snilldarbandinu Sigurrós
þetta er meistarastykki, hreint og klárt!
Snobbi