Drivertussan !
laugardagur, september 10, 2005
Í gær fór maður eftir skólan á kóræfingu og var æfingin til klukkan rúmlega
sex. Ég fór svo seinna um kvöldið að nálgast 22 til Viktors Orra og
sótti manninn. Keyrðum við síðan til Axels.
Þangað var förinni heitið til kráar,
einhvers súrastaðar sem ég hef komið á!, og þar komu seinna Benedikt
Smári, nafnarnir bú og Magnússon og Stjáni, Gegill, Bangsímon, Nonni
og Brian.
Við hlustuðum á bandið "múgsefjun" sem var alveg fín en
mættu kannski æfa sig betur, allavega vantaði eitthvað við lögin
þeirra, meiri pæling! Svo stiðu Búdrýgindi á stokkum klukkan
hálftólf. Og bjuggu til stuðið sem síðar hélst, samkvæmt mínum
heimildum.
Hef aldrei hlegið eins mikið þegar blindfull kona á
aldrinum 30-40 ára fór að dansa með Búdrýgindum ein á gólfinu og gerði
fáranlegustu hreyfingur - BLINDFULL !! Ekki vildi ég vera hún í dag!!! (hneheh!)
Ég var driver"tussan" þeirra Búdrýginda og keyrði með þá eftir
þeirra fyrra gigg kvöldsins á Gauk á Stöng, þar komu síðan
Stjáni, Bangsímon, Gegill og Magnús Magnússon, þar sem þeir áttu að
spila ásamt
einhverjum mestu pönk gaurum á landinu. Tónlist Búdrýginda og
hljómsveitanna sem spiluðu voru mjög svo ólík. En búmenn stóðu
vel fyrir sínu. Þeir stóðu sig vel og voru að mér finnst
besta bandið kvöldsins. Enda voru þarna bönd sem spila harðkjarna draslmúsík! Sem áðurnefndur Gunnar Egill bar sig vel að!
Í kjallaranum á Gauk á Stöng var full tunna af bjórflöskum og
fengu Búdrýgindarmenn sér bjór eins og þeir fengu borgað fyrir það.
Svona er að vera driver! Ekki satt. Þegar maður er settur í það hlutverk þá er ókeypis bjór. En ekki sé ég eftir því að vera edrú í gær. En þetta var ágætt kvöld og vorum við alveg til klukkan 03.
Nú er kvöldið rétt byrjað og æltum við, Stjáni, Matei og Bangsímon að hittast heima hjá mér!
úúújééé!....
Verið blezz!