<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Gvendur Brjánsson

miðvikudagur, september 21, 2005
Sæl góðu lesendur. Ef þið haldið að ég hafi verið dauður í einhverju horni í afkimum Hlemms þá er það sem betur fer bara hugarangur hjá ykkur. Eins og þeir sem eru góðir í reikningi þá er ég ekki búinn að skrifa blogg á þessa blessuðu vefsíðu heillengi, eða um 11 daga. Það er nú ekki gott! En svona er þetta þegar maður er í fullu á hverjum degi í skólanum og öðrum þáttum í lífsins.

En margt gerðist síðustu viku. Sem fyllti mig t.d. hugarangri.
Nokkur próf voru í vikunni, sem ég skeit á mig á í fyllstu merkingu. Svo kom helgin sem var flippuð í alla staði! Hjalti Geir tók myndir af okkur félögunum Jóhanni og Hödda. Jón Símon og Stjáni voru með okkur einnig en þurftu að fara út af vinnu deginum á eftir. En við fórum t.d. og fengum okkur eina feita pulsu/pylsu og kom þar ekki ein blindfull kerling á aldrinum 45-50 ára. Hún fór að tala við okkur, en endirinn segi ég ykkur seinna, hann er schnilld! Ætlum við að hafa þetta eina stutta mynd og ætlum við að bjóða nemendum MH að sjá þetta tryllta og fyndnu mynd! - Það væri draumur ... í dós ....

Hætti við að fara í paintball mót á vegum MH. 1900kr. fyrir einhverjar 20 mín. Sorry strákar, svona er að vera fátækur námsmaður með skítinn í buxunum!
En á morgun fimmtudag er kórtónleikar í sal MH. -jééééééé...

Helgin verður lærdómur og eitthvað flipp! En eitt veit að það verður drukkið sig fullan á föstudag - kórpartý.

Verið bless!

Snobbi / snúlli

[Lög sem hlustuð voru við þetta blogg voru;
Sir Duke með Stevie Wonder
Sweet thing með Van Morrison
Ghostwriter með RJD2]