Kaffi !
föstudagur, september 02, 2005
Ég og Jón Símon notuðum tækifærið og prufuðum nokkrar tegundir af kaffi. Kíktum síðan á eitthvað nett og en nokkuð sveitt busajamm uppí mh um klukkan 23 þegar við vorum saddir eftir alla kaffidrykkjuna! Nokkrir voru með magakveisu! Við félagarnir fengum ekki aðgang inn að ballinu. Vorum of "stórir" (hehe!). Skrópaði í fyrsta sinn vetrarins fór með Matei og Jóhanni uppí Kringlu og fengum okkur að borða þar. Keyri líklega til Keflavíkur til að sækja föður minn! - Úúújéé!...
Ég hvet alla til að kaupa nýju plötu Sigurrós, plötuna sem ber hið ágæta nafn Takk . Er að hlusta á að mér finnst besta lag plötunar lagið Sorgleg, það lag lýsir Sigurrós mjög vel. Stígmögnuð snilld, sem springur að lokum. Endirinn á laginu er hvað flottastur!
Ég óska honum Elvar Erni Viktorssyni til hamingju með 18 ára afmælið!
En ég kveð að sinni! Og andið djúpt um helgina, góða skemmtun!