<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Köben eða London?

föstudagur, september 30, 2005
Góða kvöldið gott fólk.
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna á Laugarársvegi 24e. Það kom hingað áðan Hundaeftirlit Reykjavíkur útaf kvörtun sem barst þeim.
Þeir bjölluðu á íbúð hér hinum megin götunnar.
Gaurinn sem svaraði var með einhvern sora kjaft við þá. Gaurinn var stór, um 167cm. Með bjórvömb á við ólétta konu og var með bjór frá Vílfilfelli, Víking,
í hægri hendinni! Hann var sakaður um að hafa verið að rækta "Chorzochella" sem er nú um þessar mundir mjög vinsælt hjá Perúbúum. Og gefið sínum hundum þetta.
þessir litlu hundar sem gelta eins og þeir eiga lífið að leysa. Eins og þeir kunna ekki neitt annað !!...
Gera mann vitlausan þó maður siti ekki við þetta á hverjum degi. Kannski var hann að "prufa" þetta á hundanna til að þagga niður í þessum óláta dýrum. Ég er ekkert hér að
segja að ég fíli ekki hunda. Hundar eru fínustu dýr. Sérstaklega þegar þeir setja tunguna sína út um opinn bílgluggan og láta vindin leika um tunguna!
Hver finnst það ekki?
Konan sem kærði þetta athafi þessa soragaurs er strætóbílsstjóri. Hún byrjaði nú í vetur, ég veit ekki á hvaða leið hún er að keyra, kannski vil ég ekki vita það!
En hún hefur keyrt rútur í 17 ár. Hefur farið 6 ferðir hringinn í kringum ísland!... Hún er mikill dýravinur en finnst þó skemmtilegast að skjóta gæsir
uppá gamanið! Henni finnst þó léttast að skjóta rjúpur. Því þær eru svo rólegar og fljúga það hægt að létt er að skjóta þær. Svo líka sjást þær vel þegar hún fer á
veiðiflakk.

En nóg um þetta kjaftæði!
Ég verð að segja að ég sé frekar hreikinn! Það er ekki á hverjum degi að maður lesi c.a. 250 bls. á einum degi. Ég las bókina Sjáfstætt Fólk í gær,
fór í prófið í henni í dag. Þetta er ótrúleg bók þegar búið er með hana. En stundum hugsaði ég mér; "damn, hvað í fokkanum er ég að gera!?...
djö. langar mig að fara í fussball!" ...

Í prófinu sást hvergi til skítsins! [orðatiltæki!) = mér gekk bara þrusuvél í sjálfu prófinu. Mér finnst samt þessi próf persónulega mjög
asanleg! Þetta eru mjög afstæð próf ef maður getur sagt svo! Því að hver og einn hugsar ekki það sama né upplifir það sama!... Því er þetta mjög asnalegt
því einhver finnst þetta vera rétta svarið í þessari tilteknu spurningu en svo einhver allt annar maður/kona finnst rétta/réttasta svarið vera allt annað!

Benni og Axel komu með þá schnilldar hugmynd að fara til London eða Danaveldis í vetrarfríinu. Bara fimm! En ég kom með þá hugmynd að við ættum að fara til Danaveldis og kíkja á krónprinsessuna. Spurja hana nánar út í Ástralíu og kannski fá símann hjá henni. En það væri geggjað. Við myndum fara í vetrahléinu sem verður núna eftir nokkra dagaí MH! Í þar næstu viku. Kannski er það Danaveldi!? ... Kaupa ódýra bjóra og skemmta sér í góðum félagsskap. Eða kannski bara þykjast drekka. kaupa sér eplasvala setja síðan svalan í glas og setja þar næst kolsýrt vant útí. Það væri pottþétta betra en þessi nýji bjór sem er í 1,5L magni, flöskurnar það að segja.
Þssi bjór er versti bjór sem ég hef smakkað og sérstaklega því hann verður svo flatur eftir að opnað hann. Búinn með helmingin og hann er orðinn flatur.
Fáranlegt magn að hafa þetta í 1,5L flöskum.

Eftir skóla fór ég að hjálpa Þorsteini, Steina "der grosse Mann"! í heimadæmum í STÆ403. Og eitthvað flipp. En þegar heim var komið las ég viðskipablað Moggans, þar var frétt um það að Avion Group hefði keypt 4 breiðþotur, Boeing 777-200LR/F, fragtvélar. Kannski eftir 7-10 ár verður maður "kóari" [Copilot] á þessar vélar en vonandi ekki hjá Avion Group ekki meðan þeir hafa svona voðalega góða hugsun til flugmanna sinna!...
Þetta var mikið chill dagur. Næsta vika verður erfið. Próf í EFN303 á mánudaginn, STÆ503 á þriðjudaginn, og svo EÐL203 próf á miðvikudaginn. Úff!
En við strákarnir ætlum að hittast og taka upp. hugmyndin er að fara allir saman á fyllerí! Kannski verður það svo!...

En meðan ég las greinina um Avion Group minnti mig á að ég ætla/verð að fara að klára flugnámið. Planið er að fara í flugtíma lok næstu viku. Og láta þetta rúlla eftir það!

Lögin;
[Hvað sem verður - Bubbi
You Give Me Something - Jamiroqui
Banana Pancakes - Jack Johnson
The Science Of Selling Yousel - Less Than Jake]

Snúlli / Snobbi...