<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Lífsleikni eitt hundrað og ellefu

þriðjudagur, september 06, 2005
Sæl veri fólkið!

Hvenar kom þessir áfangar inní skólanámskrá menntaskólanna, að það þyrfti að hafa þrjár einingar í lífsleikni, sem mér persónulega finnst frekar vera á mörkunum að mætti sleppa!
En nóg um það. Í dag var farið ásamt samnemendum mínum í þessum áfanga, kallaður LÍL111, og var ferðinni heitið austur til Þingvalla. Þar var gerð einhver verkefni gerð um sögu og umkhverfi Þingvalla. Mér ásamt nokkrum öðrum fundumst við vera aftur komnir í 2. bekk í Grunnskóla. En nóg um það! Þetta var svosem ágætt að fá aðeins frí frá bóklegu námi og vera með félögum í góðu veðri, líklega með þeim síðustu á þessu sumri. Fórum síðan í Sogstöð sem er að mig minnir 48 MW. Og þegar hún var byggð rétt eftir 1950 voru mikil mótmæli við að byggja þessa virkjun sem þá var gríðarlega stór. En engin mótmæli eru nú í dag. Sama má segja um Búrfellsvirkjun þegar hún var á teikniborðinu. - Hvað verður þá um Kárahnjúkavirkjun? Ég er nú hlinntur henni.


En nóg með það, ég fékk þær gleðifréttir frá Viktori Orra að ég hefði komist í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, og fór á mína fyrstu æfingu strax og ég kom úr þessari ferð minni. Gekk þetta allt á óskum þessi fyrsta æfing, þó ég sjálfur segi frá.

En á morgun er busadagurinn, busaball og góður fílingur! Jééé !...

Sé ykkur,

p.s. fleiri myndir frá Hawaii munu bráðlega koma innan tíðar!