Að skúra með Interpol
fimmtudagur, september 08, 2005
Hélt fyrirpartý fyrir ballið, sem fjöldinn allur af fólki kom! Þar var stuð og góð stemmning. Vorum til klukkan 10, og fórum því næst á Broadway á ballið. Ég fékk far með Búdrýginda genginu; Benna, Axeli, Magga, Viktori Orra og Helga, það var stuð fórum, eða ég réttara sagt (heheh), að bögga nokkra vinnumenn sem voru að vinna kórter yfir 10. Það er ekki á hverjum degi sem maður er fullur og sér einhverja vinnumenn að vinna við að bora gangstétt klukkan 22 á virkum degi.
Á ballinu var góð stemming, allavega fyrst um sinn! Búdrýgindi stigu á svið rétt eftir að við komum inn í húsið og byrjuðu með sitt plan. Sem ég man ekkert hvernig það var, en allavega spiliðu þeir eitt af sínum (að mér finnst!) bestu lögum; "Spilafíkill"!
Eftir Búdrýgindi fóru á sviðið Hjaltalín og síðast en ekki síst Hjálmar. Þetta var fínt ball. Fór heim í taxa ástamt Eddu Maríu, Röggu, Maríu og Kristínu eftir ballið.
Í dag var vaknað klukkan 10. Það var dtullu erfitt að vakna, eins alþjóð veit sem er eldra en 16 ára þegar maður hefur hellt í sig áfengi!
Fór í skólan kl. 12:10 fór í Efnafræði og svo tvöfaldan þýsku, sem er einn af verstu tímum mínum þessara annar ásamt Félagsfræðinni.
Kom svo heim og eins og titillinn á þessu bloggi mínu fór ég að skúra með Interpol í græjunum!
En nú er um að gera að hrista af sér slenið og byrja að læra. Sé ykkur!!