<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Flottustu gleraugun á markaðnum !

þriðjudagur, október 11, 2005
Já góðan daginn gott fólk.

Í dag eftir að komið var heim eftir erfiðan dag, sá ég bréf stíla á mig sjálfan. Bréfið var frá ríkinu. Fyrst hélt ég að þætti væri eitthvað varðandi skattana mína, hvort ég ætti einhvern pening inn í í ríkinu, svona eins og maður ætti pening á einni trjágrein hérna í garðinum! Svo gott var þetta ekki! Þetta var boðsmiði frá Forsetisráðherra Íslands, um að fara með fylgdarliði þessu til Bangladesh! En ég þá sem töskuberari! Ég er að pæla að sleppa þessu. Neita þessu! - Eða hvað finnst ykkur?



En úr því að ekkert var bloggað í gær, mánudag, þá verð ég að segja frá helginni. Hún var að mörgu leyti góð. Á laugardaginn var, fórum við Stjáni á Glaumbar í afmæli til Unnar. Það var mikil fjör, og var eitt slík bolla í boði afmælisbarnsins! ...



Á barnum var ekki nóg að bjóða uppá eina bollu, venjulega bollu, heldur var í raun boðið uppá 4 tegundir bollu, og allar jafn sérstakar. Hægt var að fá drykk sem er mjög líkur óvenjulegri bollu, en drykkur sá heitir; Svitabolla! Það voru hægt að fá þrjár tegundir af þeim drykk. Tegundirnar voru sem hér segir; Hrafnkelsbolla, Jónmundarbolla og Arnjónsbolla. Allar voru þær eftir ekki lakari mönnum en þeim sem bjuggu til efnið sem er aðaluppbygging drykksins, svitabolla, og bjuggu það til drykkinn LIVE! - Á staðnum!
Já vitið menn! Þeir voru þarna á hjólum í lokuðu glerherbergi inná á barnum við dansgólfið. Og gat maður því séð hvernig gengur með að leka afurðunum niður til barþjónsins sem var alveg við það að gefast upp, ekki út af starfinu, heldur var það vegna þess hversu lyktin var "undurgóð" eins og einn barþjónninn lét eftir sér.

Voru þessir drykkir mjög vinsælir þetta ákveðna kvöld. Og höfðu aldrei verið svo vinsælir áður fyrr, nema nú. Eigandi barsins tók þetta frá útlöndum, nánar tiltekið frá landi sem er mjög fjarlægt okkur, hefur aðra menningu, Togo. Togo hefur gert þetta síðan 1827. Þetta er því stór partur af menningu þeirra, og var drykkurinn í fyrsta sæti, fyrir ofan drykki eins og til dæmis; Dr. Pepper, Mjólkina, Vatnið og Schweppes með eðlamauki [búinn að vera í efsta sætinu í rúm 24 ár!]. Þessi drykkur sem ber hið ágæta nafn Hyndovarem á tungumáli Togo-búa hefur ekki verið mjög vinsæll síðustu ár. En er allur að koma til. Þetta var bragðgott og alveg mjög gott, mér fannst besta bollan náttla þessi venjulega og Arnjónsbolla, en bragðið var eins og að sjúga jarðarber gegnum nasirnar. Mjög skrítið. Stjána fannst Hrafnkelsbolla vera best. En ekki vil ég gefa upp bragðið af þeirri blessaðri bollu. Það bíður betri tíma!

Jón Símon sótti okkur Stjána og fórum við í eitthvað hellað partý í Grafarholtinu, til gaurs sem ég var með í skóla, Kristófer hét sá myndarpiltur, en hefur nú verið allt of mikið undir götunni þessa daganna!
Þetta var fáranlegt. Og maður fékk fáranlega tilfinningu sem ég vil ekki nefna hér, vegna guðlast! En sumir vita af því og ekki aðrir!!!
Benni búi og Axel hinn góði sóttu mann og tóku Kristján upp á miðri leið, en hann var þá týndur og var byrjaður að lappa til Mosfellsbæjar. Fór vitlausa átt! Við tókum hann því uppí og keyrðum hann í rúmið - eða þeir. Mikið var flippað í bílnum og var maður í góðu stuði!! Þangað til að maður var rekinn út! [hnehnehne!]. En gott með það allt saman. Fékk góðan punkt frá þeim öllum, punkt sem Axel hefur verið að melta í maganum sínum lengi. En það bíður sagnaritunar seinna, við betra tækifæri.

Á morgun er fokking Nineties ball MH. Og er planið að vera nokkuð of góður á því. Planið er að vera steiktur á því, steiktur á nippinu og vera ekki síst í steiktum fötum og náttla skemmta sér með félögum. Fyrirpartý er komið og því verður sett allt í gang. Flöskunar sem ég safnaði í síðustu viku kemur sér vel núna því það þurfti ekki að nota þær í afnælinu Unnar.
Er það að endurtaka Jón Símon um árið og taka einn Captain Morgan eða bara bjórpissið!? Hvað finnst ykkur, á maður að vera góður á því og gera sem einn góðan/vondan skandal. Sem margir hafa gert og einn alveg sérstaklega núna uppá síðkastið, en ég nefni enginn nöfn!....


Hvað finnst ykkur?


En ég kveð að sinni. Vetrarfríið er að byrja og því er planið að reyna að klára þetta blessaða flugnám mitt. Fara með félögunum til Ukraínu, í von um að finna betra líf. Finna gullborgirnar sem voru þar um 1793. En meira um það seinna!

Aldrei nema að það komi í næsta bloggi!....



Kær Kveðja;



Snobbi



Lögin;
[BeginnEnd með Benni Hemm Hemm
In Particular með Blonde Redhead
Hummingbird með Wilco
Handshake Drugs með Wilco]