Gul lauf falla
þriðjudagur, október 25, 2005
Ég er nú sem stendur að hlusta á diskin In A Safe Place með The Album Leaf. Sá sem samdi diskinn, Jimmy LaValle er að gera alveg stórkostalega hluti. Platan er alveg frábær! Sérstaklega fyrsta lagið lyktar smávegis af Sigur Rós, sem er bara allt gott um það að segja. Enda elskar hann land og þjóð og kom einmitt hingað til lands og tók þessa plötu í hljóðveri Sigur Rósar í Mosfellsbænum! Enda heitir síðasta lagið á plötuna, sem geymir als 10 lög, Moss Mountain Town, sem er einmitt bein tilvitnun í hans dvöl í Mosfellsbænum.
Meðan maður labbar að strætóstöðinni frá skólanum sér maður gulu og rauðu laufin falla á svörtu göturnar, haustið, nú eða veturinn er kominn - sjálfur bolabíturinn! Fuglarnir og flugvélarnar fljúgandi yfir mann! - Já flugvélar! - Djöfull langar mig að fara að fljúga! Vera fyrir ofan alla og sjá borgina og landið fyrir neðan mann! Já, sérstaklega í svona geðveikislegu góðu veðri, sem verið hefur síðustu daga. T.d. í dag, þriðjudag 25/10/05, var kalt [gott fyrir afköst flugvélarinnar!], sól. Lítið af skýjum, skýjum sem eru annaðhvort langt frá höfuðborgarsvæðinu eða langt yfir okkur, í þeirri hæð sem millilandaflugvélarnar eru í! Kyrrt loftið og lítill vindur. Þetta er "perfect" veður til að fljúga, til að njóta útsýnis og þessa tilfinningu að maður sé frjáls eins og fuglinn fljúgandi! Kannski eina vandamálið er bensínið! ...
Á sunnudaginn var farið niður í bæ, og það eina sem gert var, var að fara í Skífuna á Laugaranum og kaupa miða á Sigur Rós, 3800 kr.,- Minnir samt að þarna vanti um 15 kr. uppá uppsett verð. En það skiptir engu. Ég verð að segja að þetta er frekar ódýrt verð, ef horft er á hvaða númer af bandi er = Sigur Rós. Á t.d. Coldplay kostaði um 4.500-5.500 kr. Mér finnst og fannst það frekar mikið, en lét mig hafa það. Sé ekki eftir því að hafa farið á Coldplay. Þeir voru snilld.
Eina böggið er að maður náði ekki í stúku miða, en rænir kannski miða Hödda.
Í dag komu bassarnir hingað heim. Og var æft Requim. Það fallega verk sem Mozart lauk ekki við vegna lát hans. En lærisveinn hans lauk við hins vegar. Mjög fallegt, mjög flott.
Á morgun verður farinn einskonar vettvangskönnun í áfanganum EFN303. Og er ferðinni heitið uppí HÍ. Það verður stuð - vonandi! Myndavélin verður ekki langt frá!
En Snobbinn kveður að sinni.
Lögin;
[Window með The Album Leaf
In A Safe Place með The Album Leaf]
P.s. : Plötugagnrýnin fyrir Higurð Sólm og Ísak verður gerð mun bráðar. Ekki örvænta!