Helluð helgi með Vetrafríi !
sunnudagur, október 16, 2005
Þá er þessi stórfína helgi senn búinn. Byrjaði nú með vetrarfríi á miðvikudaginn! Þetta var heljarinnar chill. Og skemmtun!
Planið var að læra eins maður kunni ekkert annað í lífinu. En það fór sem fór. Maður vaknaði alltaf um klukkan 12 og nennti ekki neinu. Lá í sinni leti og horfði á Alþingi frekar en að lesa í ISL403. Sem er by the way, ömurlegasti áfanginn á þessari önn verð ég að segja!
Ég verð að segja þótt það er fáranlega langt síðan, ábyggilega 4 ár! Síðasta föstudag fór Ipodinn minn í "fokk"! Ég var með einhver 3500 lög og alveg geggjaðan Ipod, og ætlaði ég að setja einungis 2 lög inná hann. Þegar ég var búinn að því og búinn að disconnecta hann frá tölvunni þá var enginn lög eftir á Ipodnum. Öll flogin einhvert með vindinum, gætu þess vegna kominn til Líberíu! En það er nú annað mál. Það er alveg fáranlega erfitt svo að uppdeita hann. En það er kannski af því ég er svo hroðalega mikill tölvunörd.
Helgin var mjög góð í alla staði. Á föstudag, hitti ég Jón Símon. Hittum svo Sunnevu og Odd. Og horfðu þau á einhverja mynd sem ég man ekkert hvað heitir. Kannski þú Jón, getir sagt mér hvað hún heitir!? En ég fór stuttu síðar í partý til Viktors Orra. Kíkja endilega á myndir þaðan. Getið kíkt á myndir -> Myndir af partý hjá Viktor Orra!
.Þetta var bara gott partý. Fullt af töffu MH fólki. Og bara stuð þar á bæ. Þetta kláraðist svo með einhverju Pizzuáti og flippi.
Á laugardeginum var hellað partý hjá Jón Símoni. Þar var samankominn hópur fólks frá Skandínavíu og úthverfum Reykjavíkur; Árbæ, Grafarholtinu og Grafarvogi. Þetta var rosalegur fjöldi fólks. Hef aldrei séð hann stærri nema í samkvæmi með Framsóknarmönnum og Vinstri Grænum. Löggan kom 2x og í seinna skiptið rak hún út mannkindurnar út, ekki út úr fjósi heldur út úr húsi Jóns. Þannig að maður fór að reka fólkið út sem maður þekkti ekki rass, né frá hvaða þjóðar það var. Í staðinn fyrir að skemmta sér! Maður þó skemmti sér vel í byrjun og lét Captaininn ekki trufla sig. Fyrst í stað, var mannkindurnar samankomnar fyrir utan heimilið og þurftu 18 löggur og 6 löggubílar að smala fólkinu eins og kindum fyrir réttir út úr hverfinu. Samkvæmt mínum nýjustu heimildum gekk það allt að óskum og voru réttirnar rétt fyrir neðan Perluna. Þar var fjöldi fólks samankominn og þurfti Lögregla Reykjavíkur að kalla Varnaliðið til hjálpar!
Þegar hópurinn var farinn út, tóku við þrif! Ég hef aldrei í minni þrifnaðartíð séð eins ógeðslegt gólf. Gólfið var kol séð utan frá. Þetta var svart að lit!
Lögin;
[She´s Hearing Voices með Bloc Party
Helicopter með Bloc Party
Banquet með Bloc Party]
Lög af remix disknum!....
Til styrktar geðveikum!
.... Lítið á!