<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Hressleikinn undurmagnaður !

laugardagur, október 22, 2005
Já góða kvöldið gott fólk!


Eins og alþjóð veit er laugardagskvöld! Og er allt gott að segja um það!
Hér er smá úrdráttur úr liðinni viku.



Matur vikunnar; Beikonkjúlli með brúnni sósu ofan á!



Lög vikunnar; What you Meant með Franz Ferdinand og In It for The Money með Supergrass.


Síða vikunnar; Síðan!





Fag vikunnar; Þýska



Kennari vikunnar [mynd!];
Jóhann Ingólfsson





Bjór/vín vikunnar [nýtt!]; Í þetta skiptið er það vín, vín frá Frakklandi. Chateau du Cartillon 2002.




Mynd vikunnar; Myndin!



Maður vikunnar; Axel Haraldsson,
#2. ; Jóhann Birkir Guðmundsson,
#3. ; Hörður Ingason.


Já, þá er þessi blessaða vika búinn. Var hún alveg fín. Fljót eins og spilakassi á Ölfusánni. Mér fannst mjög fyndið að ákveðinn persóna trúði þessu sem gerðist einu partýinu um daginn! Og er það kannski það besta og jafnframt fyndnasta sem gerðist í síðustu viku!



Búinn að lesa einhverjar þjóðsögur í dag, fyrir "skemmtilegasta" áfangan í MH, ISL403. Þetta er fyrir eitthvað verkefni sem skila þarf með ritgerð í byrjun nóvember. En það sem ég ætla að fara að segja er hversu fyndnar þessar sögur eru. Hvað íslenskar frúr og herramenn voru ótrúlega hugmyndarík. Ég meina; ekki trúir allir að þetta hafi skeð! Ekki allt! Mesti parturinn af þessu hefti sem ég er með nú fyrir framan mig eru sögur um samskipti mannfólksins við drauga og tröll. Og því miður ég trúi ekki að svo hafi verið! - Að þessar verur hafi verið einhvern tímann til! ... því miður!

Gærdagurinn var fullkominn slökun. Samt alltaf þessar sjónvarpsstöðvar sjónvarpa ömurlegum þáttum á góðum tíma eða eru með alveg fáranlega leiðinlega mynd sýnda! - týpiskt.
Mér finnst að við MH-ingar ættum að stofna okkar eigin sjónvarpsstöð. Með þeim þáttum sem við viljum horfa á! T.d. búa til þátt sem eru einungis viðtöl við kennara skólans eins og Jóa stærðfræðikennara, Þórarinn stærðfræðikennara, Bernd Hammerschmidt og marga góða en sérstaka kennara.

Í gærkvöldi komu félagarnir Jón Símon og Kristján. Við chilluðum og hlustum á góða musika! En svo kveiktum við á Skjá 1num. Og var ekki sýndur þátturinn Íslenski Bachelorinn! Já þessi þáttur gefur mann það þrep í sálartetrinu á hlægja. Hlægja ekki af því hann er svo fyndinn, heldur hversu asnalegur sjálfur þátturinn er. Ég verð nú að segja að þeir gátu nú alveg tekið flottari stelpur inn! Þeir gátu nú alveg farið á Lækjartorg, Hlemm, Glaumbar eða Goldfinger til að finna flottari stelpu"lufsur" en þessar telpur! En jamm! Eitt blogg ætla ég að skrifa um þenna blessaða ömurlega en íslenska þátt, og verður það blogg heil ritgerð!


Veriði sæl


Lögin;
[La Song með Supergrass
Farewell með Beck
Like Eating Glass (mix) með Bloc Party
Helicopter með Bloc Party]

Snobbi kveður að sinni ....



-> ... Virðingarfyllst!