Hversu steikt getur það verið/orðið ! ?
sunnudagur, október 02, 2005
Örlög
Hversu steikt getur það orðið!? Í gær fórum við Jón Símon, Hjalti Geir og Arna í bíó og var planið að fara í þessa stórbrotnu mynd; The 40 Year Old Virgin. Við komum í bíóið kl. 22 og var þá búið að myndast löng röð. Við biðum eitthvað í 10 mínútur eftir að röðin var kominn að okkur. Þegar það kom að okkur var orðið uppselt og við vorum þá búinn að vera í einhverjar 10-15 mínútur í einhverri fjandans röð. Hversu steikt getur þetta orðið? Plús það að við vorum þarna fyrir utan bíóið 40 mínútum fyrir áætlaðan sýningartíma!...
En ég var að spá! Það hlýur að vera einhver gaur af þessum milljörðum sem er 40 ára hreinn sveinn. Hann hefur ábyggilega villst í skógum Amazons. Hver veit?........
En allavega við fórum þá bara að rúnta! Fórum nokkra Laugara [=Laugarvegur] Og Arna beilaði á okkur, en ekki bara á okkur heldur líka Sunnevu og Aþenu.
Á einum Laugarvegsrúntinum sáum við kjéllu með allt niður um sig (örugglega nýbúin að ríða!) að totta gaur sem hélt jakkanum fyrir svo "enginn" sæi. Hversu villt getur þetta orðið? Já þetta gerist á Laugarveginum um klukkan eitt um nótt!...
Við, strákarnir fengum okkur svo pizzu, þeir fengu sér einhverja Hawaiian Pizzu [úúú Hawaii!] en ég var aðeins hugmyndaríkari og fékk mér því Chicken Deluxe! Hverjum finnst hún góð? Hefur þú prófað hana?.... Við hittum Tryggva og nafna í bænum, blindfullir eins og vanalega og keyrðum þá heim!
Ég og Jón sóttum síðan Aþenu og Sunnevu og keyrðum þær heim!
Vorum við eitthvað að spjalla í einhverja tíma hjá þeim.
Ég er búinn að hlusta á nýja diskinn, Chaos And Creation In The Backyard með Bítlinum
Paul McCartney! Platan er þrusugóð, enda fær hún mjög fína góða dóma!
Kveð að sinni. Efnafræði kallar, próf á morgun [úff!]...
Snobbi!