Karlþulan á RÚV !
miðvikudagur, október 12, 2005
Ég sit hérna fyrir framan þessa tölvu í staðinn fyrir að horfa á Cheers, eða á íslensku nefnist þessi þáttur sem Matei má ekki missa af,Staupasteinn. Búinn samt að vera að horfa á þessa þætti á Mánudaginn var og í gær, Þriðjudaginn. Til þess eins að finna hugmyndir hvernig maður á að vera klæddur á 90´ balli MH. Þetta ball er í kvöld. Planið er að við strákarnir ætlum að hittsat hjá Bangsímoni og fara síðan til Lilju, og drekka sig í hel áður en maður mætir glaðvaskur á dansgólfinu!
En eftir allt sama, eftir allan höfuðverkin er maður kominn að niðurstöðu. Ég vil ekki tilkynna fatavalið mitt fyrir kvöldið, það eina sem ég get sagt á þessari stundu er maður þessa bloggs mun mæta með flottustu gleraugu sem til eru!
Ég hef fengið meiri umhugsunarfrest varðandi þessa sendiferð forsetisráðherrans til Bangladesh. Sem betur fer!
Teljari mun vonandi koma senn bráðar, þar sem maður er ekki með blog.central.is síðurnar. Vil ekkert bæta við, þar sem það mun vera mjög "jákvætt". En allavega. [jeeee !]
Ég vil benda öllum á að kaupa plötuna Benni Hemm Hemm, með samnefndri hljómsveit. Mjög flott lög þar sem mest af lögunum er góð fyrir chillaða borðstemningu eða fyrir lærdóminn!
Siggi H. kom til mín í skólann og bað mig að gefa eina af hans plötum, sem er í uppáhaldi hjá þessum ágæta manni dóma. Hvort á ég að gefa magn stjarna í formi; smokka, bleyja, fiska eða Captain Morgan?... Hvað finnst ykkur.
En siggi þetta mun koma!
Lögin;
[Benni Hemm Hemm]
Snobbi snúll, kveður að sinni. "Veriði sæl [bros!]" .....