<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Sigbárður frá Ysta Hafralæk

mánudagur, október 03, 2005
Hið góðkunna Hundaræktarfélags Íslands sem langafi minn stofnaði, Sigbárður Gnúpsson frá Ysta Hafralæk, árið 1906, hélt upp á sína árlegu sýningu í Reiðhöll Fáks nú um síðastliðna helgi. Þar komu um 600 hundar, stórir sem smáir! Og yfir 100 hvolpar voru þar til sýnis. Mikið var um fjör, og var margt til að skemmta fólki sem átti leið hjá. Þar voru m.a. Leoncie, en hún er nú flutt til útlanda og kom því með einkaþotu, á föstudagskvöldið, sem legið hefur verið á Reykjavíkurflugvelli alla helgina! En maðurinn hennar var hundaræktari hjá Lögreglunni til skamms tíma og hefur verið skipuleggjari hátíðarinnar í mörg ár!

Leoncie söng sín "bestu" lög og fundust mörgu fólki gott til taktsins, sérstaklega má nefna í því sambandi bændur á Austurlandi. En þeir hafa ekki heyrt í þessari ágætu söngkonu sökum anna!

En svo má spurja sig! Hvað er að fólki?, sem finnst gaman að horfa á einhverja hundasýningu! Hunda að fara einhverja ákveðna braut, fara í einhverja stiga, labba ákveðna leið og fara í gengum rör! Ég myndi frekar fara að horfa á strandblak karla! ...

Nú fer maður að lesa fyrir Stærðfræðipróf! STÆ503 kallar. Þessi vika verður helluð! En nóg í bili. Vonast eftir góðum og uppbyggilegum samræðum um þessi stórfurðulegu keppni ef svo má kalla!

Var að "kaupa" mér nýja diskinn með Franz Ferdinand, You Could Have It So Much Better. Fínn diskur!

Snobbi kveðju að sinni.

Snúlli...

Lögin;
[Fine Line - Paul McCartney]