<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Skrifað blogg við fyrsta fárviðri vetrarins!

föstudagur, október 28, 2005
Góðan daginn gott fólk!



Jæja, þegar þetta er skrifað er mikið fárviðri, fyrir þá sem hafa áhuga gef ég hérna nokkur Weather Report (METAR) á þrem stöðum á Íslandi; Keflavík (BIKF), Reykjavík (BIRK) og Akureyri (BIAR).

Keflavík - BIKF klukkan 23:00 ;
METAR 32032G42KT 1200 R20/1100 -SN BLSN VV008 00/M01 Q0975=

KT= hnútur
Einsog fyrir þá sem lesa þessa síðu og vita eitthvað um flug þá er vindurinn 320/32G42KT. Það þýðir að hann er í stefnu 320° og blæs 32-42 hnútum. 1KT er sama og ef farið er eina sjómílu (1,852m) á einni klukkustund! Því er vindhraðinn uppá 32-42 hnúta geysilega mikill vindhraði.

Reykjavík - BIRK klukkan 23:30 ;
METAR 33025G35KT 1300 SN OVC005 00/00 Q0971 01590799=

Akureyri - BIAR klukkan 23:30 ;
METAR 34017KT 8000 -RA VV016 01/M00 Q0970=


Þetta er alveg ömurlegt veður!



Þess vika var fremur fín! Fór fremur hægt af stað fannst mér. En svo kom "allt í einu" fimmtudagur og leið hún því mun hraðar en ég bjóst við. Strax kominn föstudagur.

Eins og nokkrir góðir lesendur vita þá gerir eigandi þessa bloggs alltaf ákveðinn útdrátt á hverri viku. Í síðustu viku kom ég með þá "nýmynd" að velja bjór eða vín mánaðarins. Nú ætla ég að koma með þá nýmynd að þeir sem verður "Maður vikunnar" þarf að svara ákveðnu viðtali. Það viðtal getur þó breyst eftir viku og eftir hver svarar! - Viðtalið er hér fyrir neðan?



Maður vikunnar; Jónas Þór Guðmundsson
Jónas Þór Guðmundsson



-Viðtalið;

1) Hver eru áhugamál þín ? Tja..Flug?, veiðar og fótbolti.

2) Ertu á lausu/föstu ? Lausu.

3) Á hverri braut ertu á/varstu á ? Hinni alræmdu Félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri.

4) Hvað ertu gamall ? 21 (kominn á þrítugsaldurinn).

5) Í hvaða skóla varstu í/ertu í [menntaskóla!] ? Menntaskólinn á AKureyri og síðan kláraði ég Flugskóla Íslands.

6) Hvert draumstarfið þitt ? Flugmaður, gott job!

7) Hvað myndiru gera ef þú værir forstjóri FL Group í tvo daga ? Kaupa Boeing 777 og ráða mig í vinnu á hana, jafnvel gera mig að yfirflugstjóra í leiðinni.

8) Finnst þér gott að fara í sund ? Það er oftast mjög þægilegt já.

9) Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegust ? Fótbolti og Handbolti.

10) Hvaða íþrótt finnst þér leiðinlegust ? Körfubolti og frjálsar íþróttir.

11) Hvað myndiru/vildiru gera ef þú værir forsetisráðherra í einn dag ? Kaupa ís og skoða launaseðlana mína.

12) Hver er uppáhaldsmyndin þín ? Dont be a menace to south central while drinking juice in the hood.

13) Hver er leiðinlegasta myndin ? Hmm, ég hreinlega veit það ekki. Reyni að sleppa því að horfa á leiðinlegar myndir.

14) Eitthvað sem þú vilt koma fram ? Nei það held ég ekki.

15) Með hvaða félagi helduru mest uppá á Íslandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Englandi ? Ísland: KA, Ítalía: Roma, Spánn: Real Betis, Þýskaland: Dortmund og England er það Chelsea ekki nokkur spurning.

16) Hvað er/var þriðja málið þitt í menntaskóla ? Þýska, opinbera túngumál helvítis.

17) Hver er draumstaðurinn ? Þeir eru víða, það er aðalega stemmingin sem ríkir hverju sinni sem skiptir máli.

18) Hvað er skemmtilegasta fagið í skólanum ? Ég er ekki í skóla en í þeim skóla sem ég var í síðast var það Aircraft General Knowledge.

19) Finnst þér þetta steikt ? Þú ert steiktur!

20) Myndiru vera "ræstitæknir" í einn dag ? Nei það er svo leiðinlegt að þrífa!
21) Hvaða skemmtiklúbbur finnst þér skástur ? Sólon

22) Ferðu út í sumar ? Það er vetur núna? sérðu það ekki?...

23) Hvaða lönd hefuru komið í ? Ísland auðvitað, Danmörk, Þýskaland, Spánn, Portúgal, Bandaríkin, Bretland, Grænland og Finnland.

24) Hvaða land myndir helst fara ef þú færir til Asíu ? Brunei eða Nepal.

----------



Matur vikunnar; Lax með fílakarmellum



Bjór/Vín vikunnar; Bjór! Bravaria.


Fag vikunnar; Efnafræði



Kennari vikunnar; Soffía Sveinsdóttir Soffía!




Síða vikunnar; Síða vikunnar!




Maður vikunnar; Jónas Þór Guðmundsson,
#2; Benedikt Smári Skúlason,
#3; Friðfinnur Ásmundsson,



Mynd vikunnar; Myndin




Lög vikunnar; Don´t Ever Think með The Zutons og Comfortably Numb með Pink Floyd.


Lögin;
Lögin voru nú í boði "Sælgætisgerðin".


--------

Nú var valið senn lokið fyrir næstu skólaönn. Ég valdi; ÍSL503, STÆ703, ENS203, EÐL393, JAR113, LIK541, ÞÝS403.


Kveðja;


Snúlli