<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Strákarnir trylltu liðinu á Gauknum!

miðvikudagur, október 19, 2005
Já, góðan daginn gott fólk!

Já, þegar ég labbaði úr skólanum í dag, hugsaði ég sem gerðist í partýinu hjá Lilju um daginn, eða það var núna akkúrat fyrir viku síðan, fyrir hið "fræga" 90´s ball.
Ég, Höddi, Hjalti Geir og Óli vorum fyrir utan. Kemur þá ekki gamall kall/eldri maður með skalla framhjá okkur. Hann því næst fer undir svalirnar hjá Lilju þar sem var kominn hópur fólks að reykja. Sé ég ekki strák sem kom í partýið og Hreðmár heitir og er hann að pissa. Í sama mund labbar þessi ágæti eldri maður undir bununa - beint á skallann. Endan á þessari ágætu sögu segi ég betur seinna, við betra tækifæri einsog einn ágætur aðili segir alltaf! Veit samt ekkert hver það er!

Í kvöld fór maður á Iceland Airwaves, Gauk á Stöng, að hlusta á félaganna í Búdrýgindum. Þeir stóðu fyrir sínu! Maður var að taka myndir eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kannski koma þær,myndirnar, í albúmin mín - hver veit! ...

Þetta var mjög mikið stuð, og var margt um manninn á Gauknum, kom það mér gríðarlega á óvart! Búdrýgindi byrjuðu 20 mínútur í 21 og voru að spila í 35-40min. Þeir voru með góðan "matseðil" og var fíluðu allir sem voru að hlusta á tónlistina.

En ég mæli með að þið lesendur góðir kaupið nýja diskinn með Franz Ferdinand, You Could Have It So Much Better. Frábær lög, góður diskur!...

En ég tileinka félögunum í Búdrýgindum þetta blogg mitt, þetta voru góðir tónleikar sem allir áttu að fara á! ...

Kveð að sinni, Snobbi !


Lögin;
[What You Meant með Franz Ferdinand
Fade Together með Franz Ferdinand]


P.S. : Arnór skiptinemi í Argentínu fór á þessa fossa nú um daginn.
-> Fossarnir