<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Ekkert lýsingarorð til ...

mánudagur, nóvember 28, 2005



Blessuð og sæl!



Ég var á ótrúlegum tónleikum. Tónleikum með Sigur Rós. Og eins og titill þessa blogs gefur berlega í ljós, þá er ekkert lýsingarorð til í orðaforða hvers Íslendings til að lýsa þessum ótrúlegu tónleikum. Þetta eru snillingar - Íslendingar! Pink Floyd nútímans. Lang flottustu og verða lang eftirminnilegustu tónleikarnir! Pottþétt! ...

Þetta eru snillingar, ótrúlega vel gerð lög, ótrúlega góðir hljómfæraleikarar. Ég er ekkert fyrstur að segja þetta - það vita þetta allir, "og núna sýndu þeir sig!" Ótrúlegur trommari, með sama takt aftur og aftur, mjög erfiður! Og sama má segja með bassaleikarann þegar hann var með [ég veit satt best að segja ekki hvað það heitir!] kjuðan í hendi og að spila með því á bassann. Þeir höfðu gríðarlega mikinn áhuga að láta þessa tónleika hér heima ganga vel, og það finnst mér hafa tekist vel! Tekist 100...%.
Þetta eru sannir listamenn, sem elska að gera vel fyrir þann sem keypti plöturnar og keypti miða á tónleika þeirra! Gera eins vel til þess að viðkomandi væri ánægður - og það tókst með eindæmum vel!...


Þetta eru snillingar!
Takk fyrir tónleikanna segi ég nú bara! ....



Snorrinn biður að heilsa ...