<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Hrægammurinn!

laugardagur, nóvember 19, 2005


Sælar, ...

Góða daginn! Hvað segið þið öll gott? Ég er hress! Ég sit hérna í mínum makindum að hlusta á nýja diskinn með Tahiti 80, Wallpaper For the Soul. Fínn diskur þar á ferð.



Þá er þessi vika loksins að ljúka! Fór í próf í eðlisfræði á föstudaginn [gær!]! Svo í eitthvað skíta félagsfræðipróf! Horfðum á einhverja mynd sem ég man ekki hvað heitir, í félagsfræði á þriðjudaginn s.l.! Var myndin ekkert sérstök að mér fannst!
Þessi vika hefur verið ein af þeim erfiðustu sem ég hef mátt þola núna uppá síðkastið! Sérstaklega það sem gerðist á föstudaginn núna síðasta! Ekkert gaman þar á ferð. - Allt, sem betur fer, fór vel!



Nú vil ég mest af öllu vera kominn í frí. Hvort það er jólafrí, páskafrí eða Sumarfrí, skiptir ekki öllu! - Bara ef það er frí. Það sem skiptir máli er að fá smá frí frá skólanum. Fá aðra 2 daga í vetrarfríi - það væri næs! Mig langar að skoða heiminn, fara frá þessu ískalda skeri og drífa mig að skoða heiminn. Fara til heitari staði og sóla mig í brennandi sólinni og vera brúnari en allt! ... Brúnari en moldinn! ...




Núna áðan var ég í leikhúsi. Fór í Þjóðleikhúsið á leikritið Halldór í Hollywood. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sofnaði ég, þó bara í mesta lagi í 5 sekúndur. Ekki ætla ég að vera sá fyrsti sem sofnar í leikhúsi og það í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst persónulega alltaf gott að fara í Þjóðleikhúsið en að fara í t.d. Borgarleikhúsið. E´g hef farið í Hafnafjarðarleikhúsið og svo farið á leikrit sem í höndum Leikfélags Akureyrar á Akureyri. Og eftir allt saman finnst mér best í Þjóðleikhúsinu. Þar er steminingin til staðar. Allir vel til fara. Enginn eins og hann sé að fara á bíómyndina Chicken Little. Leikritið var alveg ágætt! Þó ég kenni þreytu síðustu viku um að ég "napaði" samtals 3x. Mér persónulega fannst leikritið á vera köflum langsótt, en sviðsmyndin var góð og leikarar léku vel! Einnig má við þetta bæta að tónlistin var alveg frábær! Vel gert hjá þeim félögum! Eftir að leikritið var búið fórum við höddi uppí MH og horfðum á síðustu tvö böndin stiga á stokk. Það voru Benni Hemm Hemm og Dr. Spock. Sú fyrrnefnda stóð alveg í allt öðrum klassa. Þeirra spil var framúrskarandi gott! - Algjör snilld! Og það lak á þeim sú vitneskja hversu skemmtilegt þeim þykir að spila þessi verk! Alveg frábærir tónleikar! Og það er ekki spurning hvort ég fari á tónleika með þeim, heldur er spurningin sú, hvenær ég fer á næstu tónleika með þeim! ...

- Endilega ekki missa tækifærið meðan það gefst. Þeir eru ofurgóðir!




Ég tilkynni hér með að Hjörtur Ingvi, er maður vikunnar! Hann er það vegna þess hvernig hann. - Frábær vinur!




Snobbi, kveður!

....