Hvernig væri það ef sólarhringurin væri 25 klst í stað 24 ?!
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Hef þessa fyrstu setningu, í þessu blogi, í kvenkyni, karlkyni og hvorugkyni. Samanber: "Sæll", "Sæl" og "Sælt". Og taka þeir sem teljast vera í þessum kynjum til sín það sem við á hverju sinni! Sérstaklega "DAVE" með sitt skita grín. Vil ekki fara að tala um það hér á síðum netheima, en hann veit alveg hvað ég er að tjá mig!!... og kannski fleiri!
Eins og titill þessa bloggs gefur berlega til kynna með spurningunni "hverng væri það ef sólarhringurinn væri 25 klst. í stað 24 ?!". Þá hef ég lengi verið að velta því fyrir mér einu. Ég er þá að meina sérstaklega innan í þessum tveim síðustu vikum sem voru/eru alveg hellaðar! Það sem ég hef velt fyrir mér síðustu daga, er hvernig það væri að vera með sólarhring sem væri fleiri en 24 klukkustundir. Mundi það breyta miklu fyrir okkur? Hvort það myndi fara í sama horf aftur eftir klukkustunda plúsinn? Að eftir að við fengum þessar bónusklukkustundir, hvort við þyrftum fleiri þegar við hefðum bókað allan okkar tíma? Eða er þetta kannski bara lélegt skipulag!
En það sem mér fannst skrítið og alveg drepfyndið! Var það að ákveðinn manneskja sem fór í rúmið eitthvað um klukkan 12 (00:00) að miðnætti að íslenskum tíma! Planið hennar var að fara að sofa og vakna svo um kl. 07:00, til að fara í skólann! En vitið menn hún vaknaði ekki fyrr en um klukkan 15:00! Hún hafði aldrei vaknað þessa tæplega 15 klukkustundir sem hún hafði verið sofandi. Hún hafði misst af öllum skólanum. Það sem er grátlegt er að í MH er mætingakerfi. Hafði þessi ákveðinn manneskja sofið yfir sig heilann skóladag, og skrópað í alla tímanna sína þennan ákveðinn dag.
Þetta gerist ekki á hverjum degi! - Sem betur fer! Og vel gert hjá þér Vala!.... [jeee!]
Einn náungi að nafni Ragnar fer oft að sofa! Eins og hinar venjulegu manneskjur gera! Hann leggur sig oft þegar heim er komið, eftir erfiði dagsins. Samanber; skólastarf hans og að setja bíldrossíuna sína í gang. Mottóið hans er að sofa aðeins í 30-60 mínútur. En stundum margfaldast þessar blessuðu mínútur og að lokum samanstendur hans svefn eftir skóla, marghundruð sekúndna! Ófáar mínútur þar á ferð! Hann hefur safnað saman fjölda sagna um hans drauma. Og eru martraðir þar einnig taldar upp. Einn draumurinn og kannski hann meðtalin í martraða hópi hans, er eftirfarandi. Sagan segir að hann hafi dreymt um að hann hafi fengið slá hjá húsverði MH og sett við borð sitt í einu hádegishléinu í MH. Hann labbaði upp á borðið og fór að dansa og lét eins og fullur maður á borðinu kyssandi slánna. En hans takmark var að fanga áhorf samnemenda sinna, sem voru að horfa dolföllnum augum á hljómsveitina svartir synir! Sem gekk frekar vel að lokum, að hans sögn! Vaknaði hann við það að kötturinn hans, sem er btw. fress, var uppá höfði hans!
- Respect vinur!
Heyrumst, Snobbi!
Lögin;
[Fix You með Coldplay
The Hardest Part með Coldplay
Everything´s Not Lost með Coldplay]