<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Nokkrir daga fyrir próf ! ...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Góða kvöldið gott fólk! ...

Mér finnst ég hafa verið að svíkja góðan félaga. Ég vil ekki fara að nafngreina hann sérstaklega. En samt sem áður líður mér ekkert vel yfir því. Geri allt í mínu valdi stendur að bjarga þessu veseni! ...

En á morgun, föstudag eru tvö próf. Þau eru í félagsfræði og efnafræði. Efnafræðin tekur sinn toll, úff - það verður erfitt! En svo náttla er félagsfræði bara "pælingar" og leiðinlegt ruslfag! ... - En skiptir sköpun í samfélagslegu tilliti!
Svo þarf ég að skila einhverjum heimadæmum í STÆ503. En þetta reddast allt saman á endanum! Stressið, þetta ákveðna stress sem hver og einn fær tvisvar sinnum á ári, er komið - sbr. rétt fyrir jól og lok vors. Ætla ég mér að klára öll verkefni og allar æfingar, t.d. æfingar sem ég á eftir í stærðfræði, núna um helgina og vera búinn að gera allt klárt fyrir próflesturinn.

Mér finnst mjög undarlegt, eða er þetta kannski bara ég!? ...
Það sem ég ætla að segja hér í nokkrum línum er að þegar maður þarf/er að gera eitthvað mjög mikilvægt, til dæmis að lesa undir próf, þá fer maður í eitthvað sem maður verður algjörlega húkkt á! T.d. að fylgjast með þætti sem er sýndur á hverjum degi. - Og þá lélegum þáttum! ...
Núna á stöðvum íslenskra ljósvaka, svo sem á Skjá 1num og á Sirkus, eru þættir sem hver og einn getur talið á annarri hendi. Sem dæmi eru; Íslenski Bachelorinn, Girls Next Door og svo náttla Ástarfleyið. Þetta eru þeir þættir sem ég hef, því miður, nennt að horfa á uppá síðkastið, ekki það að ég bíði eftir þeim í hverri viku. Hef ábyggilega verið að gera ekki rass! - Eða er ég afsaka mig? ...
Nei!, þetta eru hörmulegir þættir. Og þá sérstaklega þessi þáttur sem ber heitið Girls Next Door, sem er einfaldlega í stuttumáli ekki um neitt !! ...

Síða vikunar er; http://www.whatreallyhappened.com/ - hún er umfjöllun um, í hlutlausu máli, árasir 11. september og stríðið í Afganistan og Írak.

Mig langar mjög að fara á mörgæsamyndina - bíómyndin!
Þoli ekki asnalega strætóbílstjóra! Eru þeir bara svona eða eru þeir of bitrir út í lífið að þeir láta það bitna á farþegum?


Kveðja; Snobbi

Lögin;
[ Architeecture In Helsinki ]

....

P.s.: Ég ætla að passa það að vinna aldrei sem nuddari hjá Kínverja!