<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Tilhugsun !

þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Ég opna útidyrnar, labba út úr skólabyggingu MH. Set lagið Viðrar vel til loftárasa á Ipodinn. Horfa út í loftið og spyr sjálfan mig; hvert, allt þetta magn af fuglum sem fljúga V-laga yfir mig, sé að fara. Afhverju eru þeir að fara? Ég geng af stað, ég labba hraðar og hraðar, ég má ekki missa af stærtó sérstaklega ekki núna! Meðan ég geng að strætóstöðinni er ég að hlusta á snilldar íslenskabandið Sigur Rós. Diskurinn Ágætis Byrjun rúllar í Ipodnum, og lagið sem ég setti á, er núna rúmlega hálfnað. Ég horfi á jólaljósin og fyllist tilhlökkunar að jólin nálgast, en svo kemur það upp fyrir mér að prófin eru mun nærri en jólin. Ég reyni að hugsa um eitthvað annað. Reyni að hugsa hvernig hægt sé að spóla tíðina tilbaka, fá þann stað þegar ég labba inn í Laugardalshöllina, fullan tilhlökkunar með von um góða tónleika. Kannski ef það væri hægt; að spóla tilbaka, þá yrðu tónleikarnir lélegri. - Nei það væri ömurlegt. Ég vil bara fá þessa tilfinningu þegar ég fékk lögin beint í æð. Var með Jónsa, Kjartani, Orra og Georg beint fyrir framan mig! Ég væri alveg til í að ferðast hálfan hnöttinn og selja eitthvað af mínum hlutum til að fá þá tilfinningu aftur = heyra þessi snilldarlög aftur. Í sömu andrá birtist strætóinn beint fyrir framan mig! Ég má ekki missa af honum - byrja að hlaupa. Loks stoppar strætóbílstjórinn fyrir mig og ég geng inn, á sama tíma kemur sá snilldarkafli þegar málmblásturshljóðfærinn byrja að heyrast í laginu Olsen Olsen. Ég er ánægður! - Ég komst í strætó! ....