<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Gleðileg jól !

laugardagur, desember 24, 2005
Góða kvöldið gott fólk!

Eins og Ísak skrifaði í sínum frábærum og undurfögrum kommentum sínum á þessa blogsíðu! Þá ætla ég að gera smá jólablog! Hugmyndin var samt að óska þessarri undurfögru blogsíðu til
hamingju með afmælið. Þessi blogsíða er núna orðinn eins árs gömul, 12 mánaða gömul.



Síðustu viku hefur verið alveg brjálað að gera! Maður er að safna sér inn pening, er að vinna þar sem ég vann í sumar í Vöruhótelinu. Það er ótrúlegt hversu mikið þessir durgar koma manni í gott skap með háttalagi sínu og durgahætti! Stundum kemur fyrir að maður hlægi dátt og lengi! Svo hafa verið fjöldinn allur af kóræfingum.



Í gær var friðargangan. Og var kór MH og Hamrahlíðarkórinn í broddi fylkingar og sungum við nokkur jólalög þegar gangan labbaði niður Laugarveg og einnig á Ingólfstorgi. En til gamans má geta að kórinn mun syngja í aptansöng í Dómkirkjunni kl. 23 á Aðfangadagskvöld.



En gleðileg jól. Megi kvöldið vera gott og fáuð ykkur eins mikið mat og ykkur lystir! Hér á þessum bæ verður rjúpa og er maður farinn að finna hina æðislegu lykt!



Gleðilegt Jól!



Snorri Björn