Árið 2005 senn að líða undir lok !
laugardagur, desember 31, 2005
Mikið hefur verið gert á þessu ári. Árið hefur verið í marga staði skemmtilegt. En svo aftur á móti hefur það verið leiðinlegt, eins og gerist hjá öllu betra fólki! En sem betur fer voru þær stundir færri en þær skemmtilegu.
Mikið var gert þetta ár. Og minnistæðast var ferð mín ásamt 7 öðrum Íslendingum til Hawaii með millilendingu í San Francisco, þar sem stoppað var í eina nótt! Mikið var skoðað þennan stutta tíma í San Francisco. Farið var í sjóminjasafn og labbað að Golden gate-brúnni, í mikilli þoku. Týpískir Íslendingar! Svo bíða verður betri tíma til að sjá hina frægu brú.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Snobbi