<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Hungur! - Vilt þú vera í hungursneyð?

miðvikudagur, janúar 18, 2006


Já góða kvöldið gott fólk! Eins og "flottur" Íslendingum sæmir þá las ég Morgunblaðið og á síðu 17 í mogganum í dag var mynd af barni sem var illa farið af hungri. Þar kemur mynd af fallegu barni sem er illa farið af hungri. Fyrir neðan myndina stendur eftirfarið;



"Miklir þurrkar þjaka nú mörg ríkja Austur-Afríku og er því talin hætta á að uppskeran ársins verði heldur rýr og að ekki verði hægt að brauðfæra börn eins og það á myndinni [myndin af barninu], sem býr í suðurhluta Eþíópíu og þjáist nú þegar af vannæringu og vatnsskorti."



Eftir að ég las þetta og sá myndina af viðkomandi barni hugsaði með mér. Hvað við erum heppinn, aldrei erum við að spá hvort af þurrkum verði árinu eða einhverju slíku. Afhverju getur þetta ekki verið í þessum löndum líka eins og það er t.d. hjá okkur norðurlandabúum!?


En því verður ekki breytt! Mér finnst að við ættum að að hjálpa. Hætta að horfa á þessar myndir af suluræknum börnum, konum og mönnum. Og gera. Annað er að segja en að gera! Við erum oftar en ekki að segja og tala um að við ætlum að gera hitt og þetta - en við gerum það svo aldrei!

Hvernig væri að væri að við myndum halda uppá tónleika!
Eða einhvern atburð þar sem hægt er að fá tekjur, og setja þann gróða sem fæst í sjóð til að kaup það sem vantar!

Ekki vil ég að kynslóðirnar sem eftir okkur verða þurfi að horfa upp á svona myndir! ....


Kveðja; Snorri Björn