<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Killa Beez ... - "jéee you focker"!

fimmtudagur, janúar 19, 2006
Já góðan daginn gott fólk!

Já, ég hef nú hlustað lítið á þessa tónlistarstefnu núna síðustu misseri. Hef frekar hlustað á bönd sem gert hafa allt vitlaust í heiminum síðast liðinn ár. Dæmi eru til dæmis; Sufjan Stevens, The Arcade Fire, Clor, Sigur Rós og Benni Hemm Hemm. En allar stefnur eru að því góða. Þetta er eins og misjafnar skoðanir einhvers málefnis eru aðeins af því góða. Ég tel mig því vera sá sem fílar hvað sem er - öðru nafni: alæta.

Í síðast liðið haust labbaði ekki mætari maður en Siguður Hólm. Maðurinn gaf mér disk í hendur, lánaði mér öllu heldur og sagði að ég ætti að blogga um hann - koma með plötudóm um viðkomandi disk. Þetta er ábyggilega sá fyrsti plötudómur sem ég hef opinberað á ævinni, en vonandi ekki sá síðasti! Efnið var ekki af betra taginu en diskurinn: The Swarm með bandinu The Wu Tang Killa Bees.
Hef ég dregið þennan plötudóm lengi, líklega vegna stress, anna og einhvern veginn "kvíða" við að dæma þennan ágæta disk og fá svör frá fólki - hvað fólki finnst! ...

Þessi diskur kom út um mitt ár1998. Er diskurinn samtals 15 lög. Og samtals 3506 sekúndur, sem telst nokkuð gott! ...

Diskurinn byrjar með laginu The Legacy. Lagið byrjar strax með ákveðinn takt sem helst í laginu öllu. Lagið er að mér finnst með þeim betri lögum á plötunni og gefur hlustandanum góða innsýn sem koma skal. Lag númer eitt er einungis inngangurinn að því sem koma skal!! Næsta lag sem ber ekki síðra heiti en Concrete Jungle, er að mér finnst, lang besta lag plötunnar! Lagið byrjar eins og í fyrra lagi: með góðum takti sem helst út í allt lagið. Þetta lætur mann fara í stuð og Takturinn flýgur um í heilabú manns, þangað til maður þarf að rífa öll hár á höfði og opna rifu í hausrúmið, til að taka taktinn af sem er létt að "fá á heilann"! Ef við þjótum um diskinn þá komum við að Execute Them, sem er lag númer 5. Má alveg sleppa sumum af þessum "fock" orðum! En þó alltílagi lag! Að öðru leyti er þessi fimmtán laga plata, mjög góð. Hún er um fimmtán lög sem er með því mesta sem ég hef séð lengi! Enda gerð eins og fyrr segir 1998. Hún er um hluti sem þeir hafa upplifað, eins og lag númer 6, Bronx War Stories. Þar sem þeir eru að syngja um fyrrum hverfi sitt. Þetta eru týpískir rapparar, þar sem þeir syngja á ensku og eru með sitt skítaorð [jeee] ! Og sem dæmi um þann söng eru lög númer 6 og 7.
Fyndnasta lagið og ennfremur það lag sem sker sig alveg út úr er lagið númer 8. Never Again! Þar sem Ahmed Moulokury að nafni frá Alsír er með sitt góða og skemmtilegan söng. Þegar hann byrjar að ræsa rödd sína skín ljós og hár undir hnénu rísa stærri en nokkru sinni fyrr.

Þessi diskur, sem ég hef nú verið að hlusta alltof mikið þessa vikuna er mjög skrítinn í spilun fyrst. En venst svo þegar á líður! Sem betur fer er þetta ekki þau fyrstu skipti sem ég hef rúllað honum, en ágætur er hann.

Ég gef honum 41 deilt með sex [41/6 = 6,8] kærleiksbirni.