<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Ritgerð í dumbungi

sunnudagur, janúar 15, 2006
Já, gott fólk, þá er þessi helgi liðið undir lok! Hún var nú með þeim rólegustu sem ég man eftir! Má þar minnast á rúst Morfís liðsins. Fór ásamt Herði og Hjalta á Morfís. Þar sem lið MH var að keppa við lið FS, Fjölbrautskóla Suðurnesja. Sögulegur sigur þar á ferð. Sigur Morfís liðs MH var með 1070-stiga mun. Dómarar voru sammála um að þetta væri met. Það hlýtur líka bara að vera! Alltof of stór. Maður vissi ekki stunum hvar maður var staddur. Þetta var stundum hundleiðinlegar ræður, og þá er ég að meina þær ræður sem lið FS var að koma útúr sér!

Pabbi átti afmæli í gær, laugardaginn 14. jan., og var kallinn 48 ára. Fórum því fjölskyldan í sumarbústað og vorum þar alla helgina. Fékk ég einhvern skít í hálsinn,hálsbólgu. Ekki skemmtilegt þar á ferð! En ég kveð að sinni.


Lögin;
[War Begun með My Morning Jacket
Gideon með My Morning Jacket]