<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Áttatíu

miðvikudagur, janúar 11, 2006
Já, góðan daginn gott fólk. Ég vil byrja á því að láta ykkur vita að þetta blogg er númer 80. Vil ég einnig óska mínum æskuvini frá því í fyrsta bekk, Kristján Ara til hamingju með 19 ára afmælið í gær, þann 10. janúar. Er maðurinn í Milan að sæka sér "tan", til að vera andstæðan við alla hér uppi á fróni. – Hvítskeringar!



Vegna mikilla anna hef ég ekki mikið bloggað. Ég þarf að gera plötudóm sem er í smíðum og er núna í dag komið í nefnd á vegum Sjávarútvegsráðuneytisins. Verður útkoman gert skil von bráðar með fundi með fjölmiðlum.



Á laugardagin fórum við stjáni á tónleikanna ertu náttúrulaus?
Tónleikarnir voru alveg fínir en við vorum fyrir miklum vonbrigðum með að heyra einungis eitt lag frá aðalbandi kvöldsins: Sigur Rós. Þeir spiluðu lagið Heysátan á nýja disknum, Takk... Aðrir sem spiluðu fyrir fullri Laugardalshöll voru til að mynda Hjálmar, Ham (með "háls"Proppé), Damien Rice og Damon Albarn söngvara Blurs.



Planið er að fara á föstudaginn á MORFÍS-keppnina, þar sem lið MH etur kappi við lið FS. Umræðuefnið verður hryðjuverk og verður MH á móti. Spennandi keppi þar á ferð. Þar sem MH mun rústa stigum eins og í síðustu keppninni, sem minnir á vonda atburði.