Asía vs. Suður Ameríka! ...
föstudagur, mars 10, 2006
Já þetta er franska og þýðir "góðan daginn". Eins og mörg ykkar vita eru 3 aðal tungumál sem menntskælingar læra. Þau eru spænska, þýska og franska. ÞEssi tungumál nefnast einu nafni 3. tungumál. Ég get fullyrt það að þýska er leiðinlegasta mál af þessum 3, og má teljast með þeim erfiðari. En samt sem áður tala margir þetta tungumál. Það er kannski gott að vera búinn að læra þetta tungumál, þýsku þegar maður býr í Evrópu. En þegar maður á að ferðast þá tel ég að spænska sé það tungumál sem best er að læra! Gott fyrir þá sem þurfa að fara til suður Ameríku. En nóg um þetta tungumála kjaftæði mitt - ég hef aldrei verið góður í tungumálum. Það er ekki mitt sérsvið! ...
Um daginn fórum við félagarnir, ég og stjáni á íslenska vefinn kvikmynd.is. Þar sáum við nokkur videó. Og vil ég að þið njótið ef þið eruð ekki nú þegar búinn að sjá það.
Það er þetta! ....
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=1571
Óhætt er að fullyrða að þetta myndband er með þeim fyndnari á þessarri svosem ágætri síðu! Kannski er það vegna þess að í eðli okkar hlægjum við að þeim sem meiða sig á fremur asnalegum hátt. Þetta myndband sýnir það glögglega. Mér finnst það aftur á móti mjög skrítið afhverju við mennirnir finnst það eitthvað fyndnari en annað.
En endilega tékkiði á þessu myndbandi.
Snorri
Lögin;
[Predictably Sulking Sara með Of Montreal
Fun Loving Nun með Of Montreal]