<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Rétt eftir þokumollu ...

mánudagur, mars 20, 2006
Já góðan daginn gott fólk! ...

Ég segi allt good!
Helgin búinn, kominn er mánudagur. Helgin var alveg "góður skítur" en hún byrjaði á kóræfingu Kór Menntaskólans við Hamrahlíð á eftirmiðdegi á hinum mjög svo skemmtilega föstudegi. Það er alveg ótrúlegt hversu þreyttur maður verður á þessum æfingum, á föstudegi. Ég og stjáni fórum á hipp-hopp kvöld í MH á föstudagskvöldi. Fórum svo í eitthvað good partý. Laugardaginn var svo bara chill með honum stjána kallinum! - Pæling með t.d. sumarið og sumarvinnu! Ert þú búinn að finna þér vinnu ??? ...
Á sunnudagskvöldið var ákveðið að fara í bíó. Ég og Big-G, Gísli, ákvaðum að kíkja á hina undurfögru og mjög svo skemmtilegu mynd, Walk the Line. Þessi mynd var um rokkstjörnina Johnny Cash og lífið hans. Tónlistarlífið og fjölskyldulífið hans, sem var ekki dans á rósum oft. Fín mynd!


Það sem mér fannst fyndið var að lasarussinn í þessari viku var Brian, Brynjar öðru nafni, hann gat því miður ekki komist á Gettu betur á fimmtudagskvöldið s.l. þegar lið MH og MS kepptu, náttúrulega unnu MH [ég er ekki hludrægur!]. Ég gerði mér það ótrúlega ruglverk að hrópa í einni af þögnunum og viti menn. Brian sem lá í sínum veikindum horfandi á sjónvarpið heyrði hrópið. Ekki gerist þetta á hverjum degi! ...


En veriði bless!

Snorri


Lögin;
[Worldless Chorus með My Morning Jacket
Off the Record með My Morning Jacket]