Rétt eftir þokumollu ...
mánudagur, mars 20, 2006
Ég segi allt good!
Helgin búinn, kominn er mánudagur. Helgin var alveg "góður skítur" en hún byrjaði á kóræfingu Kór Menntaskólans við Hamrahlíð á eftirmiðdegi á hinum mjög svo skemmtilega föstudegi. Það er alveg ótrúlegt hversu þreyttur maður verður á þessum æfingum, á föstudegi. Ég og stjáni fórum á hipp-hopp kvöld í MH á föstudagskvöldi. Fórum svo í eitthvað good partý. Laugardaginn var svo bara chill með honum stjána kallinum! - Pæling með t.d. sumarið og sumarvinnu! Ert þú búinn að finna þér vinnu ??? ...
Á sunnudagskvöldið var ákveðið að fara í bíó. Ég og Big-G, Gísli, ákvaðum að kíkja á hina undurfögru og mjög svo skemmtilegu mynd, Walk the Line. Þessi mynd var um rokkstjörnina Johnny Cash og lífið hans. Tónlistarlífið og fjölskyldulífið hans, sem var ekki dans á rósum oft. Fín mynd!
Það sem mér fannst fyndið var að lasarussinn í þessari viku var Brian, Brynjar öðru nafni, hann gat því miður ekki komist á Gettu betur á fimmtudagskvöldið s.l. þegar lið MH og MS kepptu, náttúrulega unnu MH [ég er ekki hludrægur!]. Ég gerði mér það ótrúlega ruglverk að hrópa í einni af þögnunum og viti menn. Brian sem lá í sínum veikindum horfandi á sjónvarpið heyrði hrópið. Ekki gerist þetta á hverjum degi! ...
En veriði bless!
Snorri
Lögin;
[Worldless Chorus með My Morning Jacket
Off the Record með My Morning Jacket]