<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Veikur á miðvikudegi ! ...

miðvikudagur, mars 08, 2006
Sælar! ...

"Ég bið að afsaka", hversu lítið ég hef verið að blogga undanfarið. Því er um að kenna litlum tíma og einhverri ritstíflu ef svo má segja. Síðan er ekki dauð! Það er af of frá. Hún er mitt yndi og ég reyni að gera hvað sem er til að lesendur þessarar síðu verði sem glaðastir.
Nú munu betri tímar renna brátt upp.

Nú um síðast liðna helgi var fór ég, ásamt kórnum, til Akureyrar. Fyrst um sinn var ekki mikill hlökkun til að fara þangað. En þegar heim var komið til Reykjavíkur á mánudagskvöldið fannst maður ferðin vera fínasta ferð.
Allt gekk vel og við náttla sýndum hversu við, kórinn, vorum megnug. Óhætt er að fullyrða að Kór MH er besti skólakór á landinu! Á sunnudaginn fórum við til Siglufjarðar fórum á Síldarminjasafnið og fengum við smá tíma til að skoða það safn. Safnið kemur manni á óvart hversu flott það er! Við fengum ekki mikinn tíma, því nokkru síðar þurftum við að fara í kirkju Siglufjarðar, við vorum að fara að halda tónleika í kirkjunni. Ágætlega var mætt á tónleikanna og gengu tónleikarnir mjög vel, voru áhorfendur á tónleikunum mjög ánægðir með okkur. Daginn eftir sungum við síðan fyrir Grunnskóla Siglufjarðar. ÞAð gekk einnig mjög vel. Og voru þetta án efa mínir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef sungið á. Börnin voru mjög "skemmtileg" og tóku þessu öllu mjög vel. Voru dugleg við að hlusta til dæmis. EFtir tónleikanna keyrðum við til Sauðárkróks. Við sungum fyrir nemendur Fjölbrautskóla Norðvesturlands. Tónleikarnir voru frekar "þægilegir", sumum nemendur skólans fannst þetta asnalegt. En þeir geta fokka sér í helvíti - þeir búa á Sauðárkróki.


Snorri...