<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Er appelsínugulur litur málið eða ? ...

föstudagur, apríl 14, 2006
Jú, komiði heil og sæl!

Já, þetta er orðið eitthvað svo úr sér gengið að ég meiri segja man ekki notendanafnið og lykilorðið að þessari blessaðri bloggsíðu minni.


Síðustu daga hef ég verið að velta því fyrir mér einu, er það líklega vegna kosninganna þar sem framboðið okkar rústaði hinum framboðunum í kosningunni. - Við unnum! Til hamingju strákar, þið stóðuð ykkur drullu vel!


Það sem ég var að spá var hversu mikið fyrirtæki, sem eru daginn út og daginn inn að "sleikja" kúnnanna til að þeir komi og versla. Ég meina tökum sem dæmi verslunina Hagkaup! Þessi verslun sem selur ljótustu fötin á markaðnum, ég líklega gæti búið til eitthver föt og selt fyrir amk. 5000 kr. [hnehnehe!]...



Um Hagkaup vil ég nefna tvennt. Annars vegar merkið með litunum: appelsínugulur, svartur og hvítur. Samkvæmt rannsóknum einhvers gauks í States hefur hann eftir miklum reiknikúnstum komist að því að appelsínugulur litur sé til að selja, lætur okkur , homo sapiens, verða kaupóðar. Svo er þetta ömurlega kjörorð: "Þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla". - Þvílíkt bull, þeir sem fara þangað til að kaupa ýmsar nauðsynjavörur hafa tekið eftir tónlistinni sem þar er spiluð. Ég meina þessi gamla Létt 96,7. Þvílíkur viðbjóður. Kannski fáir vita afhverju hún er spiluð það er einnig tvennt. Það er náttla lög sem allri fá ógeð að við hlustun númer 2. Og svo er það fáar auglýsingar. Þannig að það er minni hætta á því að andstæðingar Hagkaups. Kaupás-fjölsyldan séu að auglýsa þar!



En allavega mér finnst þetta alveg mjög skrítið. Hvað við manneskjurnar látum hluti ganga of hátt í goggunarröð okkar. Hlutirnir eru farnir að eiga okkur, en ekki öfugt.



Lögin;
[Bandið: Broken Social Scene]



Snúlli! ...



Sumarið er í væntum. Og mikið er á dagskrá. Sumarið byrjar með því að fara til Parísar í viku. HM í fússball. Og svo Roskilde Festival, þar sem bjórinn býður okkar - eða þar um bil!


Andstæður við andstæðu ... ! - Fegrun

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Já, gott fólk, veriði margblessuð.

Þessi vika hefur verið alveg helluð, ef svo má segja. Í MH er kosningarvika og allt að gerast. Við félagarnir erum í framboði til íþróttaráðs. Kannski er ég of hlutdrægur en ég held að við vinnum þetta. En ég fullyrði ekki um neitt. Það eru 4 mótframboð, svo barist verður til síðasta blóðdropa með hvert atkvæði sem fellur!
Maður vaknaði til dæmis á Mánudegi kl. 06:30 til að vera fyrstur upp í skóla til að setja upp auglýsingar. Þeir sem eru í ráðinu hafa staðið sig með mikilli prýði, ég hef lítið hjálpað í skólanum sökum anna. Strákarnir eru búnir að gefa mikið af dóti, Egils Kristal, Kók og nammi. Meira kemur síðar!



Ég hef ekkert verið í skólanum síðustu tvo daga, þriðjudag og miðvikudag. Á þeim tíma hafa verið æfingar upp í Háskólabíó með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Æfingarnar hafa gengið vonum framar. Og síðasta æfing fyrir "generalprufuna" á morgun, fimmtudag. En þá munum við æfa fyrst, um morguninn, og svo verður generalprufan um daginn. Tónleikarnir verða svo n.k. fimmtudag, 6. apríl. => http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=6960 .



Í gær gerðist sá leiðindaratburður, mikið vesen, að ég týndi/gleymdi verkinu sem við syngjum í Háskólabíó. Ég fór því þangað og reyndi að finna það. Tveir menn sá ég þarna og vissi að þeir væru þarna starfandi. Þessir ágætu menn kalla sig einfaldlega Umsjónarmenn hússins. Ja, hvað er að því að vera kallaður Húsvörður? - Ég bara spyr.
Eða kalla sig Skúringakonu/-mann nú eða homma við samkynhneigðan. Það þarf alltaf að fegra
hlutina! ...



En tónleikarnir munu byrja stundvíslega klukkan 19:30 verða útvarpaðir beint á Rás 1.
Góða skemmtun.



P.s.: Þessir tónleikar eru út af 250 ára afmæli W.A. Mozarts. Hamrahlíðarkórinn syngur undir!



Kveðja; Snorri Björn


Já, vel á minnst. MH-ingar kjósið X-STASI! ....

Lögin;
[ Barfly með Jeff Who?
Requiem eftir Mozart ]