<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

París í anda Amélie

þriðjudagur, maí 23, 2006

Sæl veriði!

Hér sit í borðstofunni, í því húsi sem við fjölskyldan leigðum. Hér við hægri hönd er fullt glas með franska bjórnum Laffe. - Fínn bjór!


Í gær var planið að fara í Effel-turninn. Við biðum í röðinni í um 30min. og þegar komið var á okkur tókum við eftir því að efsta hæðin, þriðja hæðin, var lokuð vegna mikils vinds. Það var frekar gremjulegt að hafa beðið eins og hálfviti í röð í margar mínútur. Við því fórum á Louvre-safnið, þar eru stórbrotnir hlutir í því glæsilegu húsi! Undurfögur listaverk, sem vert er að líta betur á! Sáum nokkur verk eftir Botticelli og Rembrandt. Þar var að sjálfsögðu verkið; Mona Lisa. Rosalega skrýtið hvernig hún horfir á mann! Það er eins og hún horfir á mann í alskonar "hornum".

Í dag var farið aftur og reynt við Effel-turninn. Efsta hæðinn var opinn. Ég meina, maður fer náttla efst! Ekki satt? ...
Það var alveg ótrúlegt útsýni efst. Þarna sá maður best hversu falleg þessi borg, París, er. Ótrúlega flottar byggingar og rosalega flott hvernig göturnar brjóta upp húsaraðirnar. Miðbærinn er fallegasti miðbær sem ég hef augum litið. Þar mætast nútíminn og fortíðin, þó fortíðin sé í miklum meirihluta. Þessi gömlu hús, sem hafa gífurlega sögu í gegnum aldirnar, eru ótrúlega flott og falleg. Algjör listaverk! Eftir Effel-turninn var ferðinni heitið að Notre Dame. Hún er rosalega falleg kirkja, ótrúlega flott. Hún var svo lengi í byggingu á sínum tíma að það er hægt að sjá tvo byggingastíla, rómverskan og gotneskur.

Á morgun er planið að fara í þennan Disney-garð. Þar verður mjög líklega mjög gaman, eflaust góðir rússíbanar.


Kominn nú þegar með 2 flotta sexpunda húfur! Nú er bara að velja!

En það er matur. Í kvöld ætla ég að skoða umhverfið og kíkja á mannlífið.



Au revoir!


Snobbi