Hópur Kópur
sunnudagur, september 03, 2006
Já, eftir að það fór að spyrjast út að þetta blogg mitt væri "hætt" fór hópur fólks að labba um alla Reykjavík til að safna undirskriftum. Það voru komnar um 51% af Kjalarnesi þegar hópurinn gaf upp laupanna! - Ég sé mig færan um að færa þessum Kjalarnesingum visku mína og skemmtun.
Já maður er lifandi. Ég er ekki dauður þó að þetta blessaða blogg mitt hafi verið eitthvað dautt! Svona eru sumrin. Þau eru skemmtilegasti tíminn; vakna klukkan 06:00 alla virka daga nánast!
Já, ég var að vinna hjá Flugfélagi Íslands. Skemmtilegt nokk! ... Svo fór maður á Austurlandið í veiði.
Talandi um ferð...
Síðast liðinn laugardag eða 26. ágúst, nánar tiltekið á 50. afmælisdag móður gömlu, ákvað ég að fara til Keflavíkur. Þau gömlu höfðu farið deginum áður til Rómar, höfuðborg heimsins fyrir annað þúsund árum.
Ferð mín hafði enga aðra meiningu en að drösslast með bílinn okkar frá Keflavíkur heim að "bláa" nesinu.
Ég var búinn að horfa á sjónvarpið í nokkrar klukkustundir og fannst því kominn tími til að gera eitthvað að viti, þó ég væri þreyttur mjög eftir Fimmvörðuháls deginum áður!
Ég hringdi í BSÍ og spurði hvenar ferðir til Keflavíkur, Leifsstöð væru. Klukkan korter yfir 2 að íslenskum tíma skoppaði ég út úr húsi í átt að bílskýli strætó, sem eru ekki nema ca. 18,74 metrar frá kofanum. Strætó kom nokkru síðar. Ég fór út úr stætó við Þjóðarbókhlöðu. Ég rempaðist við að hlaupa að BSÍ. Það var mikill barátta, harssperrur fóru að syngja hina ákveðnu vísu. Ég varð að flýta mér - var að missa af síðustu rútunni, brottfarartími hennar var stundvíslega klukkan 15:00. Ég náði í tæka tíð. Keypti miða á ["fokking"] ellefuhundruðkrónur. Klukkan 15:01 leggjum við af stað út í hraunið í átt til Keflavíkur.
Við Voga hugsaði ég eftir farandi: "já, bíddu við. Ég er að fara að keyra bíl, þá þarf maður lykil. Bíddu er ég með hann á mér. Ha!!! er ég með hann!???? .... Nei shit! [svitakyrtlarnir fóru að sinna vinnu sinni á fullu!!] - Ég er ekki með heeeelv. lykilinn.
Já, eigandi þessa stórbrotna bloggs, hafði keypt sér miða til Keflavíkur með rútu, en hafði gleymt aðal hlutnum = bíllyklunum! Hann hafði þó ekki gleymt öllu, hann var í staðinn búinn að taka með sér poka sem í voru 4 geisladiskar.
Þessi ferð var til einskis. - Ég gat í staðinn verið í heitu sápubaði, fótabaði, heitri sturtu - SOFA!
Já. Þetta gerir maður ekki - allavega ÞÚ! ætlar ekki að endurtaka leikinn og "joina" hóp sem ég er nú þegar kominn í!
Lag;
Ain´t That A lot of Love með Taj Mahal