<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

29. febrúar 2008

föstudagur, febrúar 29, 2008
Góða kvöldið gott fólk.

Nú í dag er hlaupársdagur, 29. febrúar 2008. Ég vil óska þeim öllum sem eiga aðeins afmæli á fjagra ára fresti til hamingju með blessaða afmælisdaginn sinn. Ég veit ekki hvernig er að eiga afmæli á þeim kæra degi en það er líklega mjög skrítið.

Tökum sem dæmi mann sem var í Mogganum í dag. Hann hefur átt 24 afmælisdaga og í raun er hann aðeins 24 ára. Hins vegar hef ég aldrei litið á jafn ellilegum manni og á myndinni og segist hann hafa lifað í 92 ár.

Þetta dæmi er skýrt dæmi um fólk sem á afmæli 29. febúrar. Fólk sem á afmæli á þessu 4ja ára fresti veit ekkert hvernig það er að eiga afmæli. -Búið að gleyma því að eiga afmæli!


Ég sit hérna upp í rúmi og blogga og er með sjónvarpið í gangi. Það er alveg stórfurðulegt að hafa svona hroðalega lélegar kvikmyndir eða þætti á öllum stöðvunum.

Skjár einn: Póker
RÚV: The Propostion -- Hvaða mynd er það???
Stöð2: Into the Blue

Væri nú alveg allt í lagi að hafa betri myndir á þessu kvöldi - sérstaklega fyrir það fámenna fólk sem á afmæli á þessum degi.

- góðar stundir,,