Lagningardagar með meiru !
mánudagur, febrúar 14, 2005
Sælt verið fólkið!
Þá er maður orðinn 18 ára! Á föstudaginn komu Jón Símon, Gunnar Egill, Matei, Kristján Ari og Hjalti Geir. Vorum eitthvað hér heima fyrst! Og fórum síðan félagarnir út í bæ!
Á laugardaginn fór ég að sjá Liverpool grút-tapa fyrir Birmingham 2 - 0 ... (heheh!).
Og svo var unnið frameftir!
Sunnudagurinn var bara tjill!!
Lagningardagar nálgast !
Hvað er afstætt !?
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Sæl veriði góðu lesendur!
Þá er kallinn farinn til Argentínu. Arnór er á leið til Boston á morgun og segi ég bara góða skemmtun og vegni þér vel þarna! Kenndu okkur blak (hehehhe)...
Allavega ég hef því miður ekkert að segja! Afmæli er á næsta leyti! Sem er schnilld. Loksins er kominn á svona respect-aldur innan þjóðfélagsins, get núna loksins kosið. Síðan þarf ég bara að bíða þangað til ég verð 35 ára eða eitthvað álíka til að vera fullgildur aðili þjóðfélagsins.
Það er bara búið að vera chillað í dag. Er að hlusta á bandið Air! Alltaf góð slökun!
veriði bles
Vika !
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Þá er að styttast í árshátíð MH og langningadaga - sem er schnilldar tilhugsun!
Ég hringdi til flugkennarans og sagði að ég væri til að klára þetta núna. En viti menn þá er hann kominn með flugmannsstarf og er á námskeiði! Verðu r búinn í lok febrúar. Þannig að nú fer maður að bara að vinna eins og vitlaus maður, til að klára þetta blessaða flugnám mitt...
Fór til Alla í partý, og vantaði þar alla stemmningu (hehehh). Partýið fór á versta veg. Segi ekki meir vegna pólítískra mála!
Þeir sem fylgjast eitthvað með fréttum nútímans heyra oft Ísland í sambandi við Íraksstríðið. Að Ísland hafi verið á lista þjóða sem voru með að Bandaríkin og Bretland myndu hefja stríðsrekstur í Írak og koma Saddam Hussein til fangelsins. Þetta fólk er í öllum tilvikum fólk sem eru stjórnarandstæðingar! Og ég spyr afhverju fer ekki fólkið að eyða sínum pólítísku kröftum í að láta samræmdt próf í menntaskólum falla niður! Allavega eftir árið 2007!
Snorri