<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

29. febrúar 2008

föstudagur, febrúar 29, 2008
Góða kvöldið gott fólk.

Nú í dag er hlaupársdagur, 29. febrúar 2008. Ég vil óska þeim öllum sem eiga aðeins afmæli á fjagra ára fresti til hamingju með blessaða afmælisdaginn sinn. Ég veit ekki hvernig er að eiga afmæli á þeim kæra degi en það er líklega mjög skrítið.

Tökum sem dæmi mann sem var í Mogganum í dag. Hann hefur átt 24 afmælisdaga og í raun er hann aðeins 24 ára. Hins vegar hef ég aldrei litið á jafn ellilegum manni og á myndinni og segist hann hafa lifað í 92 ár.

Þetta dæmi er skýrt dæmi um fólk sem á afmæli 29. febúrar. Fólk sem á afmæli á þessu 4ja ára fresti veit ekkert hvernig það er að eiga afmæli. -Búið að gleyma því að eiga afmæli!


Ég sit hérna upp í rúmi og blogga og er með sjónvarpið í gangi. Það er alveg stórfurðulegt að hafa svona hroðalega lélegar kvikmyndir eða þætti á öllum stöðvunum.

Skjár einn: Póker
RÚV: The Propostion -- Hvaða mynd er það???
Stöð2: Into the Blue

Væri nú alveg allt í lagi að hafa betri myndir á þessu kvöldi - sérstaklega fyrir það fámenna fólk sem á afmæli á þessum degi.

- góðar stundir,,




Samgöngumálaráðherran opnaði vefinn aftur með prompi og prakt!

sunnudagur, febrúar 24, 2008
Jú, góða kvöldið gott fólk! Ég ákvað að tjá mig aftur hér í gegnum netið. Síðan hefur verið lokuð sökum anna og lítinn áhuga á blogga undarfarna mánuði.

Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem ég persónulega þoli og þoli ekki, þeir eru eftirfarandi:

- Blogg moggans!
- Tuð
- Óþarfa áreiti
- Afbrýðisemi
- Óþarfa neikvæðni
- Óþarfa hroki

Ég lifi hins vegar fyrir eftirfarandi:

- Kampavín
- Rauðvín/hvítvín
- Góða osta
- Góðar stundir með góðum vinum (gera það ekki allir?)
- Flipp og djók!
- Fara á góða tónleika og enda sveittur eftir á!


Helgin var helvíti góð. Fór á Laugarveginn síðla kvölds á föstudaginn og laugardaginn með Kristján Ara, Emil Þóri og Bjarna blettatígri! Bjarna fór að kostum og ekki veit ég til þess að aðrir hafi gert þetta eins vel sem hann gerði. Hann átti Laugarveginn.


Endilega tékkiði á vefsíðunni: www.lettfeti.bloggar.is - vefsíða Fjallgöngufélags Léttfetar og Eyvinds.

p.s. langar feitast til að fara til London og horfa á Radiohead og Arcade fire á sviði.

Tónlist augnabliksins:
Wake-up - Arcade Fire