Árið 2005 senn að líða undir lok !
laugardagur, desember 31, 2005
Já, eins og titill þessa blogs gefur berlega í ljós er
árið 2005 senn að líða! það eru einungis 5 klst. og 55 min. þangað til að klukkur nútímans sýna 01.01.2006.
Mikið hefur verið gert á þessu ári. Árið hefur verið í marga staði skemmtilegt. En svo aftur á móti hefur það verið leiðinlegt, eins og gerist hjá öllu betra fólki! En sem betur fer voru þær stundir færri en þær skemmtilegu.
Mikið var gert þetta ár. Og minnistæðast var ferð mín ásamt 7 öðrum Íslendingum til
Hawaii með millilendingu í
San Francisco, þar sem stoppað var í eina nótt! Mikið var skoðað þennan stutta tíma í San Francisco. Farið var í sjóminjasafn og labbað að Golden gate-brúnni, í mikilli þoku. Týpískir Íslendingar! Svo bíða verður betri tíma til að sjá hina frægu brú.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!Snobbi
Gleðileg jól !
laugardagur, desember 24, 2005
Góða kvöldið gott fólk!Eins og
Ísak skrifaði í sínum frábærum og undurfögrum kommentum sínum á þessa blogsíðu! Þá ætla ég að gera smá jólablog! Hugmyndin var samt að óska þessarri undurfögru blogsíðu til
hamingju með afmælið. Þessi blogsíða er núna orðinn eins árs gömul, 12 mánaða gömul.
Síðustu viku hefur verið alveg brjálað að gera! Maður er að safna sér inn pening, er að vinna þar sem ég vann í sumar í Vöruhótelinu. Það er ótrúlegt hversu mikið þessir durgar koma manni í gott skap með háttalagi sínu og durgahætti! Stundum kemur fyrir að maður hlægi dátt og lengi! Svo hafa verið fjöldinn allur af kóræfingum.
Í gær var friðargangan. Og var kór MH og Hamrahlíðarkórinn í broddi fylkingar og sungum við nokkur jólalög þegar gangan labbaði niður Laugarveg og einnig á Ingólfstorgi. En til gamans má geta að kórinn mun syngja í aptansöng í Dómkirkjunni kl. 23 á Aðfangadagskvöld.
En gleðileg jól. Megi kvöldið vera gott og fáuð ykkur eins mikið mat og ykkur lystir! Hér á þessum bæ verður rjúpa og er maður farinn að finna hina æðislegu lykt!
Gleðilegt Jól!Snorri Björn
Sinusfall !
föstudagur, desember 16, 2005
Já, góðan daginn gott fólk!Meðan ég skrifa þetta blog, sem ég hef lengi hugsað um, óska ég öllum nemum og murtum þessa lands til hamingju með að vera kominn í jólafrí - búinn í prófum! ...
Eins og allir vita hafa síðustu 3 vikurnar verið "truntulega" leiðinlegar en mjög erfiðar!
Jólaprófin voru í vikunum, allavega hjá nemendum MH og líklega hjá fleiri skólum! En svo er alltaf vika fyrir próf alltaf mjög erfið. Og vona ég að öllum hafi gengið "bærilega".
Mér finnst alveg ótrúlegt með okkur manneskjurnar að við föttum allt eftir á, þá á ég við; verðum gáfaðri eftir á! Og á það sérstaklega vel við núna á þessum tímum!
Afhverju getum við ekki séð hvernig hinum og þessum líður, hvernig best var að gera hitt og þetta og afhverju sjáum við þetta ekki gerast áður en allt gerist! Afhveru sjáum við ekki fram í tímann? Stundum er það gott! - En stundum ekki!
Allavega væri gott að hafa vitað fyrirfram, og getað því bregst rétt við!
En það er eitt sem ég vil að lesendur þessa blogs njóti rétt eins og ég. Ég las einhverja frétt á einhverjum vef og þar segir eftirfarandi:
"THEY were jetting off for a holiday in Kingston, Jamaica, and the drinks flowed freely during the ten-hour flight. Intoxicated, the couple, who were seated in business class, decided to submit their membership for the 'mile-high club' in one of the toilets.
But the British Airways flight staff became suspicious after hearing cries of passion from the loo, and the randy couple was ordered to stop and return to their seats.
Randy quickly turned into angry.
Stunned passengers watched in horror as the couple fought with flight staff.
A passenger told The Sun: 'They were asked politely to return to their seats but went ballistic. They were shouting vile abuse and spitting at staff.'
Another said: "The captain tried to calm them down but they were just as abusive to him."
And despite being restrained with plastic handcuffs, the pilot decided he had no choice but to divert the Boeing 777 jet to Bermuda.
The couple, who were booked on a two-week holiday, were held by police in Bermuda and put on a flight back to Gatwick yesterday.
Now the duo, from Luton, Beds, have been arrested and face being charged with air rage. They may also have to bear the $58,950 cost of diverting the plane.Mér persónulega finnst þetta frekar fáranlegt og þar með fyndið. - Fyrst áfengur drykkur, svo notið ásta og svo fangelsi með reikning uppá 58.950$ eða 3.679.069,50 ISK. Ég held að þau hafi lítin sem engan áhuga á því að fara aftur til Bermúda! .... [hehegh] ...
Lögin;
[Sufjan Stevens, platan: Hark! Songs For Christmas]
Snobbi kveður að sinni!
P.S.: Ég þakka öllum sem sögðu mér sínar skoðanir um þetta blog. Það var mjög gaman að heyra þetta! - Þó að viðkomandi manneskjur hafi verið búið að drekka áfengi! ...
Gracias Buruneja !
föstudagur, desember 09, 2005
Já góðan daginn gott fólk.
Eins og kunnugir vita, hef ég ekki látið lífið, og þar með þessi blessaða blogsíða gert hið sama! Eigandi þessa blogs er nú og hefur verið eiturhörðum próflestri. Má þarf nefna erfið próf sem aðeins eiturharðar manneskjur taka upp á sinn flokk! Og má þar nefna nemendur í Menntaskólanum v/ Hamrahlíð. [hehe!] ...
Nei, nei. þetta mátti alveg fjúka út eins og annað, en ég varð að setja þetta inní. Þessi blessaði skóli er ekkert léttari en aðrir skólar. Og ætti, og er í þeim flokki sem talið er að MR, Kvennó og Verzló séu í! Mér finnst samt persónulega að Kvenní ætti að vera í B-hópi! Og hinir þrír fyrrnenfdu skólar ættu að vera í A-hópi! Þetta er náttla bara persónulegar skoðanir! - Hver hefur sína skoðun = gott fyrir samfélagið! Í dag hef ég lesið ljóð og einhvern vibba. = Íslenska. ...
Á eftir verður farið á kóræfingu. Æfa öll jólalögin! Má nefna í þessu samhengi að kór Menntaskólans v/ Hamrahlíð syngur á miðnætur messu í Dómkirkjunni á miðnætti á Aðfangadag. Verður þar líklega, fullyrði það ekki, biskup Íslands og Forsetinn sjálfur samankomnir að hlusta á hróp og falsettur prestanna með fölskulegu brosi.
Mér finnst núverandi dómkirkja ætti að sitja á lærra stalli en Hallgrímskirkja. Þá er ég að meina að Hallgrímskirkja ætti að vera Dómkirkja Íslands. Hún er bæði stærri, flottari og fleiri komast í messur [þá er ég að meina messur við tilefni eins og; páskamessur og jólamessur!]. Núverandi dómkirkja er minni og er, satt best að segja, úrelt!
Maður hefur verið að telja niður daganna. Núna eru aðeins fimm dagar þangað til að Jólaball MH verður þreytt, og við nemendur MH erum komnir í jólafríið! Á ballinu munu verða ekki minni bönd en Trabant og Hermigervill, svo má ekki gleyma náttla hið sveitta "skólabandi" MH með upprennandi stórstjörnum; Svitabandið! .... [
jééé!]Næsta blogg verður tileinkað Ísaki og Sigga H.Kveðja;
Snobbi "hárprúðri"Gracias Buruneja...Lögin;[
Commissioning A Symphony In C með
CakeWishbone með
Architecture In Helsinki]