<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Gettu betur og Morfís og alles ...

miðvikudagur, mars 29, 2006
Jú sæl veriði!

Sit við tölvu,
klæddur ýmsum fötum,
lokaði og læsti hurðinni.
Nú kemst ég ekki út!
-------

Já svo einfalt er það! Hér niðri í kjallar var verið að setja parket á gólfið og settar nýjar hurðir.


Rétt eftir þokumollu ...

mánudagur, mars 20, 2006
Já góðan daginn gott fólk! ...

Ég segi allt good!
Helgin búinn, kominn er mánudagur. Helgin var alveg "góður skítur" en hún byrjaði á kóræfingu Kór Menntaskólans við Hamrahlíð á eftirmiðdegi á hinum mjög svo skemmtilega föstudegi. Það er alveg ótrúlegt hversu þreyttur maður verður á þessum æfingum, á föstudegi. Ég og stjáni fórum á hipp-hopp kvöld í MH á föstudagskvöldi. Fórum svo í eitthvað good partý. Laugardaginn var svo bara chill með honum stjána kallinum! - Pæling með t.d. sumarið og sumarvinnu! Ert þú búinn að finna þér vinnu ??? ...
Á sunnudagskvöldið var ákveðið að fara í bíó. Ég og Big-G, Gísli, ákvaðum að kíkja á hina undurfögru og mjög svo skemmtilegu mynd, Walk the Line. Þessi mynd var um rokkstjörnina Johnny Cash og lífið hans. Tónlistarlífið og fjölskyldulífið hans, sem var ekki dans á rósum oft. Fín mynd!


Það sem mér fannst fyndið var að lasarussinn í þessari viku var Brian, Brynjar öðru nafni, hann gat því miður ekki komist á Gettu betur á fimmtudagskvöldið s.l. þegar lið MH og MS kepptu, náttúrulega unnu MH [ég er ekki hludrægur!]. Ég gerði mér það ótrúlega ruglverk að hrópa í einni af þögnunum og viti menn. Brian sem lá í sínum veikindum horfandi á sjónvarpið heyrði hrópið. Ekki gerist þetta á hverjum degi! ...


En veriði bless!

Snorri


Lögin;
[Worldless Chorus með My Morning Jacket
Off the Record með My Morning Jacket]


Asía vs. Suður Ameríka! ...

föstudagur, mars 10, 2006
Bonjour!

Já þetta er franska og þýðir "góðan daginn". Eins og mörg ykkar vita eru 3 aðal tungumál sem menntskælingar læra. Þau eru spænska, þýska og franska. ÞEssi tungumál nefnast einu nafni 3. tungumál. Ég get fullyrt það að þýska er leiðinlegasta mál af þessum 3, og má teljast með þeim erfiðari. En samt sem áður tala margir þetta tungumál. Það er kannski gott að vera búinn að læra þetta tungumál, þýsku þegar maður býr í Evrópu. En þegar maður á að ferðast þá tel ég að spænska sé það tungumál sem best er að læra! Gott fyrir þá sem þurfa að fara til suður Ameríku. En nóg um þetta tungumála kjaftæði mitt - ég hef aldrei verið góður í tungumálum. Það er ekki mitt sérsvið! ...



Um daginn fórum við félagarnir, ég og stjáni á íslenska vefinn kvikmynd.is. Þar sáum við nokkur videó. Og vil ég að þið njótið ef þið eruð ekki nú þegar búinn að sjá það.



Það er þetta! ....


http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=1571



Óhætt er að fullyrða að þetta myndband er með þeim fyndnari á þessarri svosem ágætri síðu! Kannski er það vegna þess að í eðli okkar hlægjum við að þeim sem meiða sig á fremur asnalegum hátt. Þetta myndband sýnir það glögglega. Mér finnst það aftur á móti mjög skrítið afhverju við mennirnir finnst það eitthvað fyndnari en annað.
En endilega tékkiði á þessu myndbandi.



Snorri



Lögin;
[Predictably Sulking Sara með Of Montreal
Fun Loving Nun með Of Montreal]


Veikur á miðvikudegi ! ...

miðvikudagur, mars 08, 2006
Sælar! ...

"Ég bið að afsaka", hversu lítið ég hef verið að blogga undanfarið. Því er um að kenna litlum tíma og einhverri ritstíflu ef svo má segja. Síðan er ekki dauð! Það er af of frá. Hún er mitt yndi og ég reyni að gera hvað sem er til að lesendur þessarar síðu verði sem glaðastir.
Nú munu betri tímar renna brátt upp.

Nú um síðast liðna helgi var fór ég, ásamt kórnum, til Akureyrar. Fyrst um sinn var ekki mikill hlökkun til að fara þangað. En þegar heim var komið til Reykjavíkur á mánudagskvöldið fannst maður ferðin vera fínasta ferð.
Allt gekk vel og við náttla sýndum hversu við, kórinn, vorum megnug. Óhætt er að fullyrða að Kór MH er besti skólakór á landinu! Á sunnudaginn fórum við til Siglufjarðar fórum á Síldarminjasafnið og fengum við smá tíma til að skoða það safn. Safnið kemur manni á óvart hversu flott það er! Við fengum ekki mikinn tíma, því nokkru síðar þurftum við að fara í kirkju Siglufjarðar, við vorum að fara að halda tónleika í kirkjunni. Ágætlega var mætt á tónleikanna og gengu tónleikarnir mjög vel, voru áhorfendur á tónleikunum mjög ánægðir með okkur. Daginn eftir sungum við síðan fyrir Grunnskóla Siglufjarðar. ÞAð gekk einnig mjög vel. Og voru þetta án efa mínir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef sungið á. Börnin voru mjög "skemmtileg" og tóku þessu öllu mjög vel. Voru dugleg við að hlusta til dæmis. EFtir tónleikanna keyrðum við til Sauðárkróks. Við sungum fyrir nemendur Fjölbrautskóla Norðvesturlands. Tónleikarnir voru frekar "þægilegir", sumum nemendur skólans fannst þetta asnalegt. En þeir geta fokka sér í helvíti - þeir búa á Sauðárkróki.


Snorri...