<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

París í anda Amélie

þriðjudagur, maí 23, 2006

Sæl veriði!

Hér sit í borðstofunni, í því húsi sem við fjölskyldan leigðum. Hér við hægri hönd er fullt glas með franska bjórnum Laffe. - Fínn bjór!


Í gær var planið að fara í Effel-turninn. Við biðum í röðinni í um 30min. og þegar komið var á okkur tókum við eftir því að efsta hæðin, þriðja hæðin, var lokuð vegna mikils vinds. Það var frekar gremjulegt að hafa beðið eins og hálfviti í röð í margar mínútur. Við því fórum á Louvre-safnið, þar eru stórbrotnir hlutir í því glæsilegu húsi! Undurfögur listaverk, sem vert er að líta betur á! Sáum nokkur verk eftir Botticelli og Rembrandt. Þar var að sjálfsögðu verkið; Mona Lisa. Rosalega skrýtið hvernig hún horfir á mann! Það er eins og hún horfir á mann í alskonar "hornum".

Í dag var farið aftur og reynt við Effel-turninn. Efsta hæðinn var opinn. Ég meina, maður fer náttla efst! Ekki satt? ...
Það var alveg ótrúlegt útsýni efst. Þarna sá maður best hversu falleg þessi borg, París, er. Ótrúlega flottar byggingar og rosalega flott hvernig göturnar brjóta upp húsaraðirnar. Miðbærinn er fallegasti miðbær sem ég hef augum litið. Þar mætast nútíminn og fortíðin, þó fortíðin sé í miklum meirihluta. Þessi gömlu hús, sem hafa gífurlega sögu í gegnum aldirnar, eru ótrúlega flott og falleg. Algjör listaverk! Eftir Effel-turninn var ferðinni heitið að Notre Dame. Hún er rosalega falleg kirkja, ótrúlega flott. Hún var svo lengi í byggingu á sínum tíma að það er hægt að sjá tvo byggingastíla, rómverskan og gotneskur.

Á morgun er planið að fara í þennan Disney-garð. Þar verður mjög líklega mjög gaman, eflaust góðir rússíbanar.


Kominn nú þegar með 2 flotta sexpunda húfur! Nú er bara að velja!

En það er matur. Í kvöld ætla ég að skoða umhverfið og kíkja á mannlífið.



Au revoir!


Snobbi


París! ...

laugardagur, maí 20, 2006



Já, góðann daginn gott fólk!

Til gamans má geta þess að þessi færsla er sú 100. í röðinni. Húrra!

Snemma á morgun er ég á leiðinni til Parísar, til Frakklands, þjóðar sem hefur yndi að drekka gott rauðvín, góðan mat með Baquette-brauði. Já, þetta verður fjör! Vélin fer klukkan 07:40.


Ég byrjaði í vinnunni þriðjudaginn var! Vann frá klukkan 06:30-1500. Alveg fínt! Og mun halda líklega því áfram allt sumarið! ...

En heyrumst heil, bráðlega. - Planið er að taka myndir!

Snobbi...


Lögin;
[Sticky Fingers með Rolling Stones]


Flug + Flug = 2Flug

laugardagur, maí 13, 2006
Já, góðann daginn gott fólk!

Þetta blogg er til þess ætlast að setja á þessa blessuðu bloggsíðu nokkrar myndir sem daga mína hafa drifið. Þetta hefur allt skeð í þessari stórbrotnu en undurskemmtilegu prófatörn, sem í dag [í gær =04:13] var lokið - allavega hjá mér[múhahahah!] og jú, fleirum! Ég tók 5 próf, og verð ég að segja að mér hafi gengið ágætlega í. Í vikunni sem leið gerðist mikill sorgaratburður, sem aldrei mun gleymast í mínu minni!

Þessi mynd hér til vinstri er af einkabíl Unnur Birna! Bíllinn á skrásetningarnúmer bílsins gefur það vel til kynna!












Þessi fína mynd af flugvélinni TF-ESI, Cessna 150. Fór með Axeli á henni 6. maí sl. Fórum Suðurland og Eyrarbakki (dj. skítabær er það!)











Já, hmm! Þetta er hann Steini Stóri, nánar tiltekið; Steini der grosse mand!
Við að búa okkur undir þýskuprófið!











Mynd af vindpoka á Stykkishólmsflugvelli, skammstafað BIST.













TF-SKN, að lenta á Stykkishólmi.




























Fórum að lokum í Húsafell, og vorum þar heillengi í fokking kuldanum. En fínt! Umferð og læti! ...










Já, nú er lokaballið, vinnan og París að nálgast!

Kveðja;

Snobbi Bj.


Lögin;
[Cat Spectacular með Bearsuit]


Roskilde ? ...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Já, góðan daginn!


Ég vil byrja á því að óska Hjalta Geir Erlendsson, betur þekktur sem Erlendsen til hamingju með "stór" afmælið. Maðurinn bara orðinn 19 ára.



Þann 25. júní - 1. júlí verður haldinn árleg tónlistarhátíð í bænum Roskilde í Danmörku. Dagana 29. júní - 1. júlí koma helstu böndin sem spila á hátíðinni.

Böndin sem soga mig á þessa hátíð eru:



+ - Roger Water (forsprakki Pink Floyd) spilar alla Dark Site of the Moon!
+ - Scissor Sisters
+ - Kanye West
+ - Franz Ferdiand
+ - Sigur Rós
+ - The Strokes
+ - The Streets
+ - Placebo
+ - Morrisey
+ - Kaiser Chiefs
+ - Kashmir
+ - Bob Dylan
+ - Deftones
+ - Shout Out Louds

+ - Opeth (Hvar er Gunnar?)


Þetta eru böndin sem ég hef mikinn áhuga á að sjá.

Góðar stundir!

Snobbi


Kannt þú að syngja ? ...

þriðjudagur, maí 02, 2006
Bonjour! ...

Já, gott fólk.

Ég vil óska Svein Skorra til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. - Til hamingju! ...

Einnig vil ég óska Ragga, Matei og Helga Frey fyrir að vera búnir með STÆ703. - Rúst! Takið fokking Gunna snilla í rúmið! - Þið vitið hvað ég á við. Smá persónu- og myndlíking.

Hér er ég kominn! Ég er kominn hér til byggða eftir mína vetursetu í Kína.
Þar er ég orðinn umboðsmaður einnar af fremstu söngkonu Kína. Sú yndislega söngkona vann í svokallaðri iDOL keppni sem haldinn var í Kína í allan vetur og mér var sýndur sá mikli heiður að ég var fenginn til að vera umboðsmaðurinn hennar! ...
ð En allavega, þessi ágæta söngkona heitir Hao Zhuo Mi Huang! Hún er frá Shoungzou í miðhluta Kína. Hennar uppáhaldsmatur er hrísgrjón [of course = kínverji (asninn þinn!)] með raspassósu og appelsínuforrté í gytrunes ávöxtum, sem er eitthvað mjög gott í Kína. Henni finnst mjög skemmtilegt að pússla pússluspil! Hennar persónulegt met er að pússla pússluspil sem taldi samtals 78.569 pússluspil! Það var sem sagt XXL plakkat af henni sjálfri syngja hennar singul, sem er að gera allt vitlaust í Kína, á úrslitakvöldi iDOL. Hennar hinnsti draumur er að sjá úlfaldanna í Síberíu einsog hún sagði!
Hér fyrir neðan er video með þessari elsku! Hún er að syngja lagið sitt á úrslitakvöldi iDOLsins. Hér er linkurinn:

http://video.google.com/videoplay?docid=-6923747437946610943


Þetta er gott dæmu um yfirburða góða söngkona sem nær öllum tónum sem hún vill. Bæði uppi og niðri!...


Sumarpróf eru að renna í hlað. Mitt fyrsta er núna á föstudaginn! Svo bara vinna og París.


En veriði sæl! ...


Lögin;
[Space Cowboy með Jamiroquai]