<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Hvar er metnaðurinn ? (hmmm!)

laugardagur, janúar 29, 2005
Vaknaði í morgun með mikinn höfuðverk. Og dagurinn ætlaði ekki að byrja vel - hafði enga matarlyst. En svona er þetta. Einhver þreyta á bakvið þetta. En sem betur fer var þetta föstudagur. Dagur skemmtunarinnar! Þegar þetta er allt skrifað er ég að hlusta á diskinn Summer make good með íslenska bandinu Múm. Sem er alveg mergjað band!
Beneventum kom út í dag. Nemendafélagsblað MH. Þar kom fram að MH-ingar völdu diskinn með Pink Floyd, Dark site of the moon í besta disk allra tíma. Svo eru þarna á topp 20 listanum bönd eins og Franz Ferdinand, Radiohead, The Strokes og Coldplay. Svo dæmi séu nefnt!

Fór með Gunnari Baldvini, Stjána og Alla á leikritið Ég er ekki hommi!. Leikritið var alveg gott, sem slíkt! Fór svo og kíkti á tónleikanna í MH. Eními voru góðir! En hefði viljað sjá Ampop og kannski eitthvað Dáðadrengi. Ensími voru unplugged og var það alveg töff. Búdrýgindi stóðu fyrir sínu.
Áfram Búdrýgindi!

Góða helgi!


Mönskvöld!

miðvikudagur, janúar 26, 2005
Sæl veriði ! ...

Í kveld var svokallað mönskvöld. Fór með Axel og biðum í ábyggilega 45 min. þangað til að myndin myndi byrja. En allt kom fyrir ekki! Og ekki var úr að myndin sem átti að sýna, myndin Dumb And Dumber, var ekki kominn - eða eitthvað "crap"! Þá menn uppá því að setja á stað kosningu hverja mynd skildi horfa á. Við fórum þegar við vissum af þessu, klukkan var þá eitthvað um hálf tíu! Súrt kvöld á annars ágætum degi. En svona er þetta. Vona allavega að nemendafélagsstarfið verði eitthvað skárra á næsta ári. Það er eitt sem er víst!...

Snorri


Víkingar eða hvað !?

mánudagur, janúar 24, 2005
Sæl veriði.

Þá er maður raddlaus og búinn að týna fermingarpennanum (hehe)! eftir leikinn í gær þar sem Ísland sýndi schnilldar tilþrif á síðustu 15 minútum. Ég öskraði raddböndinn úr mér í hvert skipti sem við jöfnuðum á síðustu fimm mínútum leiksins! Og er ekki ennþá búinn að finna pennan.
Nei, nei. En allavega ég er eiginlega raddlaus! Sem er ömurlegt!...

Í gær var bara chillað! Horfði á leikinn, sem eflaust flestir Íslendingar horfðu á. Ég tók eftir því að þessi gaur sem lýsti leiknum er líklega ennþá í mútum. Missti sig nokkrum sinnum í leiknum sjálfum! Sem var mjög fyndið þegar!!...

Fór í bíó í gær. Fór á myndina Finding Neverland með Arnóri. Hún er alveg ágæt!
Fær allavega 3 stjörnur á þessum bæ!





Áfram Southampton !

sunnudagur, janúar 23, 2005
Sæl veriði!..

Jæja maður vaknaði við það þegar Liverpool tapar enn sínum leikjum sem er schnilldar tilhugsun! Liverpool haldiði áfram að tapa! Mikið var um leti þennan dag. Fór að vinna kl. 18 - 23 í dag, veit ekki hvernig þetta verður á morgun. Langar frekar að horfa á fyrsta leik Íslands á HM í Túnis.

En jamm! TAkk fyrir mig. Gleðidagur fyrir Manchester United fan...


Sjáandinn horfir

laugardagur, janúar 22, 2005
Sæl veriði!

Föstudagurinn, síðasti dagur skólavikunnar var á þá leið að ég fór í minn fyrsta vinnudag. Og eftir það hitti ég félaganna; Kristján Ara og Matei. Fórum á kaffi París.
Síðan var trallað fram eftir nóttu. Fór og kíkti á þessa tónleika í NKJ! Þeir voru SUCK. Þessi tónlistarstefna fer ekki vel í mín eyru! Það er eitt sem er víst. Samt var alveg fullt út úr dyrum á staðnum. Sem kom mér á óvart sem anti-þungarokkari!

80´s



Sundurskorinn að aftann

fimmtudagur, janúar 20, 2005
Jæja þá er heil vika frá því ég bloggaði síðast er það miður!

Margt hefur skeð þessa sjö daga. Fékk vinnu hjá dómínós í dag. - Sendill, það er ekkert hágæðajobb! En samt sem áður, peningar vaxa ekkert á trjánum á þessum bæ og maður verður að vinna fyrir þessum bréfaseðlum! Ekki satt?...

Helgin var bara í besta falli góð slökunn eftir vikuna. Og horfði á Manchester United "rústa" Liverpool! Þetta var algjör snilld að horfa á þennan leik. Kannski var draumurinn sá að vera með Gunnari Agli og böggann svoldið. En hann er eitthvað "hræddur" að koma í skólann þessa dagana, líklega út af laugardeginum þegar lifralaugin steinlá, kylliflöt, fyrir Man Utd. Hver veit?...

Kominn með plan hvernig ég eigi að klára þessa flugtíma til að klára þetta blessaða flugnám mitt! Einn áfanginn og líklega sá fyrsti er að fá jobb. Leiðinlegt að sjá til þess hversu gott veður hefur verið síðustu daga, og geta ekkert farið að fljúga!


Stjáni og ég höfum (líklega) ákveðið að joina þessu myndasamfélagi og setja okkar flipp myndir á alheimsnetið. Mun það koma von bráðar!

Ég hef sett hérna á síðuna þrjár myndir af albúmum. Sú fyrsta er af schnilldardiskinum; Dark site of the Moon með þeirri snilldar hljómsveit Pink Floyd. Eins og líklega allir vita af diskinum OK Computer með Radiohead. Meira kemur seinna! En þetta eru þeir diskar sem njóta hlustunnar minna eyrna.

En eitt sem ég hef hugsað síðustu 5-6 daga og vil koma til skila hér á netinu er að eftir að hafa horft á þennan þátt sem var einhvern tímann um helgina um Ísland og Íslendinga.
Það er þannig að strætóbílstjórar setja alltaf upp höndina í loftið, til að heilsa bílstjóra á einhverri annarri leið sem kemur akandi á móti þessum sem veifar. Þegar ég hef velt þessu aðeins fyrir mig, þá finnst mér þetta fáranlegt, og í raun stælar. Þeir einu sinni þekkja ekki gaurinn. Hafa aldrei talað við hann. Allavega trúi ég því ekki!

Snorri!


Fimmtudagur

fimmtudagur, janúar 13, 2005
Ég vil kannski byrja á því að segja frá deginum í gær, miðvikudeginum!
Vaknaði klukkan 7:50 og kom í skólan klukkan 08:20. Lappaði að borðinu og kíkti á stundatöfluna og sá að ég átti að vera í Efnafræði og tíminn byrjaði klukkan 08:10. Ég sem var öruggur á því að ég ætti að mæta kl. 08:45. En ég var heppinn. Kennarinn kom sjálfur of seint.

Í dag voru eins og aðrir fimmtudagar! Bara chill"pill"!

Hringdi í flugkennaran. Og nbú loksins fer þetta að byrja. Lokaflugin bara eftir! Sem er schilldar tilhugsun!

Vi ses


Þýska !

þriðjudagur, janúar 11, 2005
Góðan daginn menn og konur!

Ég segi bara allt það fínasta! Þriðjudagar koma mér hreinlega á óvart. Ég er allavega í alveg hörmulegum tímum nema kannski fyrsta tímanum, sem er SAG203 síðan eru svo ISL303 og svo ÞYS203 en kemur kannski á móti að sá ágæti þjóðverji Bernd Hammerschmidt sé að kennar mér, góður endir á annars leiðinlegum degi! - Maður hló sig máttlausan og lærði enga þýsku. En svona er þetta, maður verður að njóta lífsins. Ekki satt?...

Fór í kvöld og hitti Jónas Þór félaga minn. Fórum og keyptum okkur ís þar sem ekki var nógu kalt úti. ÞAð var alveg chillað!

En ég segi þetta gott í bili.
Maður er að spá að kíkja á þetta Morfís kvöld næst komandi föstudagskvöld og sjá MH snillanna berja FB í klessu!




Skrif á sunnudegi !

sunnudagur, janúar 09, 2005
Sæl veriði!

Erfitt var að vakna í morgun eftir alla helgina! Fór með Kristjáni á kaffihús vorum þar til klukkan 12 á miðnætti. Vorum að spá að kíkja á Ingólfstorg og kíkja á lífið þar sjá kannski einhver hommaslagsmál, sem að ég hef heyrt sé mjög fyndið að horfa á!! Eftir þetta lapp þá tókum við "Laugavegsrúnta" og sóttum svo Láru. Þegar ég kom heim ætlaði ég að horfa á DVD-disk með Woodstock sem er nokkuð töff. Fyrstu útitónleikar.

Nú fer að styttast í það að maður fari að klára þetta déskotans flugnám sitt! Og fari að vinna sem slíkt.

En það sem ég hef verið að hugleiða síðustu daga er það hversu asnalegt var að heyra auglýsingu frá hamborgaraBúllunni þess efnis að það væru einhver hamborgaratilboð í gangi í jólaundirbúningnum. Og ég spyr, hver getur hugsað sér að borða hamborgara rétt fyrir jólasteikina. Ekki get ég farið að borða það! - ÓNEI !!

En ég sé ykkur ætla að kíkja á eina DVD-mynd!

Lífið heil


Að Vikulok !

laugardagur, janúar 08, 2005
Sæl og blessuð öll. Þá er þessi fyrsta skólavika þess árs að lokum kominn! Hún hefur verið frekar tjilluð þannig séð. Ég fékk alla áfanganna sem ég valdi mér í töfluna og er taflan ekki til að kvarta um! Byrja í skólanum klukkan 10 á mánudögum (sem er snilld) og föstudögum. Mér líst vel á önnina, fínir tímar og ágætir kennarar og svo "of course" skemmtilegt að hitta félaganna sem maður gat ekki hitt vegna vinnu eða veikinda!

Fór í fótbolta á miðvikudag og fimmtudag með félögunum. Á miðvikudaginn skaut ég 3x í stöng og einu sinni í slánna, þvílíkur dagur, sem slíkur!! Fimmtudagurinn var mun betri en gærdagurinn!

En bless að sinni!




Gleðilegt ár !

sunnudagur, janúar 02, 2005
Gleðilegt ár. Takk fyrir það gamla